is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26874

Titill: 
 • Andstaða starfsmanna í breytingum
Skilað: 
 • Janúar 2017
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari rannsókn var að sjá hvaða leiðir stjórnendur í einkareknum skipulagsheildum fara til að vinna bug á andstöðu starfsmanna sem fram kemur við breytingar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem hálf opin óstöðluð viðtöl voru
  tekin við átta stjórnendur. Viðmælendurnir höfðu allir svipaða menntun að baki og allir reynslu að takast á við andstöðu starfsmanna. Áður er en rannsóknin var framkvæmd var rannsóknarspurning lögð fram og var hún eftirfarandi: Hvernig er tekið á andstöðu starfsmanna við breytingar innan skipulagsheilda?
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að viðmælendurnir fóru alltaf fleiri en eina leið til að koma í veg fyrir eða draga úr andstöðu starfsmanna og voru flestir sammála um hvaða leiðir kæmu best að notum. Algengasta leiðin sneri að samskiptum og upplýsingamiðlun til starfsmanna en þá notuðu viðmælendur oftast boðleiðir eins og maður á mann samtöl, fundi, fyrirlestra eða að funda með litlum hóp. Einnig kom í ljós að allir viðmælendurnir voru sammála um mikilvægi þess að virkja starfsfólkið við
  breytingarnar og láta það taka virkan þátt frá upphafi til enda, að láta starfsfólkið finna fyrir því að skoðanir þeirra skiptu máli og hlustað væri á það. Einhverjir viðmælendur gerðu síðan mannabreytingar á starfsmannahópnum en það átti einungis við þegar
  skipulagsheildirnar gengu undir mjög umfangsmiklar breytingar, eins og t.d. þegar ráðinn var nýr forstjóri.

Samþykkt: 
 • 14.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skonnun_Thelma.PDF390.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ms_snidmat_nov_15-TDI pdf.pdf854.7 kBLokaður til...20.03.2022HeildartextiPDF