Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26880
It has long been recognised that poor quality, delays and cost overruns are common in the construction industry due to reasons that have often been linked to the unpredictable nature of the industry. However, even though many factors can contribute to project failure one of the most influential factors affecting a projects' outcome is the selection of a contractor in the pre-construction phase.
The combination of frequent cost overruns in Icelandic public projects, recent news about tax evasion, human trafficking and shortcomings regarding safety in the Icelandic construction industry have led to the impression that the methods used by Icelandic organizations impose too much risk and need to be reviewed. The overall aim of this study was to understand the contractor selection methods applied by Icelandic organisations, compare them to those recommended by experts, and conclude if the methods used impose too much risk for organisations.
In an attempt to explore the topic an extensive literature review was conducted, semi-structured interviews were held with a small sample of construction industry professionals, and an e-mail questionnaire survey of 1378 Icelandic organizations was sent out.
The results indicate that Icelandic organisations use multiple criteria selection to some extent but price is the most important criteria. The criteria most frequently used are professional knowledge, experience of a similar project, and whether the contractor has worked for the organisation before. Other criteria, such as financial stability of contractors, their health & safety policy, and whether they work in accordance with a certified quality management system - have a much lower weigh in the selection process. These results indicate that the methods used are somewhat lacking and that there is ample room for improvement in order to minimize risk.
Gæðavandamál, tafir og hár kostnaður eru þekkt í byggingariðnaðinum og hefur skuldinni oft verið skellt á óútreiknanlegt eðli iðnaðarins. Víst er að margt getur haft áhrif á verkefni í byggingariðnaði, en einn af mikilvægustu þáttum árangurs er hvernig staðið er að vali á verktaka.
Sú staðreynd að meirihluti opinberra framkvæmda á Íslandi fer fram úr kostnaðaráætlun - ásamt fréttum af skattsvikum, mansali og slysum - vekur upp þá spurningu hvernig íslensk fyrirtæki standa að vali á verktökum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða aðferðir eru notaðar við val á verktökum á Íslandi, bera þær saman við þær aðferðir sem mælt er með í rituðum erlendum heimildum, ásamt því að meta hvort þær feli í sér of mikla áhættu fyrir íslensk fyrirtæki. Í rannsókninni voru viðtöl tekin við íslenska verktaka og verkkaupa og viðamikil spurningakönnun var lögð fyrir um 1400 stjórnendur íslenskra fyrirtækja.
Niðurstöður sýna að íslensk fyrirtæki taka fleiri þætti en verð inn í myndina við kaup á þjónustu verktakafyrirtækja, en verð er þó sá þáttur sem hefur langmest vægi. Aðrir þættir sem lagðir eru til grundvallar eru fagleg þekking starfsmanna, reynsla fyrirtækis í sambærilegu verkefni og það hvort verktakinn hafi unnið fyrir fyrirtækið áður. Aðrir þættir hafa mun minna vægi við val á verktaka, svo sem fjárhagslegur stöðugleiki verktakans, hvort hann starfræki vottað gæðakerfi eða vinni eftir öryggis- og heilbrigðisáætlun. Þessar niðurstöður benda til þess að þær aðferðir sem fyrirtæki nota við val verktaka feli í sér of mikla áhættu og að hér sé töluvert svigrúm til umbóta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSC_Björg_Brynjarsdóttir_2016.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |