is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26882

Titill: 
 • Hreyfinám barna með þroskafrávik : íhlutunarrannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Rannsóknin var framkvæmd til að skoða hvort sextán vikna íhlutun í formi skipulagðrar hreyfingar einu sinni í viku í klukkustund í senn hefði jákvæð áhrif á hreyfiþroska og líkamshreysti 4-6 ára barna með þroskafrávik.
  Aðferð: Þátttakendur voru átta börn á aldrinum 4-6 ára sem öll eru með þroskafrávik. Öll börnin fóru í gegnum TMC hreyfiþroska- og líkamshreystipróf fyrir og eftir sextán vikna markvissa íhlutun sem miðaði að því að efla hreysti- og hreyfifærni þeirra.
  Niðurstöður: Marktækan mun mátti finna á framförum hópsins á þeim mælingum sem gerðar voru fyrir og eftir 16 vikna íhlutun. Í hreyfiþroskaprófinu var marktækur munur á þremur af þeim sex þáttum sem voru prófaðir og í líkamshreystiprófinu var marktækur munur á tveimur af þeim fjórum þáttum sem voru prófaðir.
  Umræður: Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við sambærilegar niðurstöður hjá börnum með eðlilegan þroska má sjá að getu munurinn er mikill milli þessara tveggja hópa. Þennan mun má þó minnka með markvissri þjálfun og örvun.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börn með þroskahamlanir eru langt á eftir jafnöldrum sínum þegar kemur að hreyfiþroska og líkamshreysti. Með markvissri örvun má bæta þessa þætti hjá ungum börnum með þroskafrávik sem mun í framtíðinni hafa jákvæð áhrif á lýðheilsu þessa hóps. Mikilvægt er að þróa og staðla próf sem gefur skýra mynd af hreyfiþroska og líkamshreysti fyrir þennan hóp.

Samþykkt: 
 • 15.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfinám barna með þroskafrávik - íhlutunarrannsókn.pdf1.31 MBLokaður til...05.07.2023HeildartextiPDF