is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26890

Titill: 
  • Fyrirlögn áhugasviðskönnunarinnar Í leit að starfi með eða án faglegrar aðstoðar ráðgjafa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður af áhrifum áhugasviðskönnunarinnar Í leit að starfi á framhaldsskólanemendur þegar þær eru notaðar annað hvort með eða án faglegrar aðstoðar ráðgjafa. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi hálfopinna viðtala og grunduð kenning nýtt við úrvinnslu og túlkun gagnanna. Af niðurstöðunum mátti greina að fyrirlögn áhugasviðskönnunarinnar bæði með og án aðstoðar gagnast þátttakendum. Þeir sem fengu enga aðstoð eyddu meiri tíma í að leita sér upplýsinga um áhugasvið og störf. Þeir sem fengu aðstoð töldu aðstoðina mikilvæga. Niðurstöður sýndu einnig áhrif áhugasviðskönnunarinnar á viðhorf þátttakendanna til mögulegs námsvals þeirra í framtíðinni. Könnunin kom þátttakendum að gagni, hún hjálpaði þeim til dæmis að skilja betur hvað fólst í draumastarfinu sem þau skráðu í upphafi áhugakönnunarinnar. Rannsóknin gefur til kynna að mikilvægt er að nota áhugasviðskannanir á meðal nemenda sem eru að hefja nám í framhaldsskóla þar sem það hjálpar þeim við náms- og starfsval.

  • Útdráttur er á ensku

    This main research aim was to examine the differences between using the Icelandic version Í leit að starfi of Holland´s career interest inventory The Self-Directed Search (SDS) when it is self-administered or administered with professional counsellor assistance to students in upper secondary school. The research was qualitative in the form of semi-open interviews and Grounded theory was used in processing and interpreting the data. From the results it could be conjectured that Í leit að starfi with or without professional assistance was helpful to participants. Those who received no assistance spent more time looking up information about fields of interest and professions. Those who received assistance thought it was important. Results also showed positive changes in attitudes of the participants towards possible educational choices in the future. The interest inventory was useful to the participants as it helped them understand better what their dream occupations entails that they wrote down at the beginning of the inventory. The study indicates that it is important that students who are starting secondary school take interest inventories because it helps them to make educational and vocational choices.

Samþykkt: 
  • 17.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiða Björk Elísdóttir.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf38.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF