is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26892

Titill: 
  • Bókagerð með börnum : sköpun í skólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að rýna í hugtakið sköpun og hvað það er sem felst í skapandi kennslu og skapandi skólastarfi, en einnig að tengja fyrrnefnd atriði við bókagerð með börnum. Í núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 er lögð áhersla á sex grunnþætti menntunar og er sköpun þar á meðal. Sköpun einskorðast ekki við listgreinar, en allir geta verið skapandi sé hugtakið skilgreint í anda þeirra hugmynda sem hér eru kynntar. Fjallað er um hvernig sköpun nær ekki eingöngu til eiginlegrar útkomu eða afraksturs, heldur skiptir sköpunarferlið sjálft höfuðmáli og lögð er áhersla á skapandi viðhorf sem leið til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Skapandi kennsla er skoðuð í ljósi þeirra kennsluaðferða og kennsluhátta sem geta hentað til að efla sköpun meðal nemenda, en einnig er fjallað um atriði sem mikilvægt er fyrir kennara að hafa í huga svo nemendur þeirra fái tækifæri til að læra á skapandi hátt. Með lokaverkefni þessu fylgja kennsluleiðbeiningar um bókagerð í formi vefsíðu, bokagerd.is, sem hugsaðar eru fyrir alla kennara sem hafa áhuga á að nýta handgerðar bækur sem leið til að vinna með sköpun í kennslu bóklegra greina. Kennsluleiðbeiningunum er ætlað að vera eins aðgengilegar og auðið er. Þær taka mið af þeim efnivið sem alla jafna er að finna innan skólastofunnar og á vinna nemenda við bókagerðina sjálfa að geta farið alfarið fram þar. Meginniðurstöður verkefnisins eru þær að sköpun á heima alls staðar, því hún snýst fyrst og fremst um skapandi viðhorf til þeirra verkefna og viðfangsefna sem við okkur blasa hverju sinni. Skapandi ferðalag mitt í gegnum gerð þessa verkefnis hefur átt sér samhljóm í mörgum af þeim heimildum sem ég hef leitað fanga í. Ég nefni hér skapandi ferðalag þar sem niðurstöður verkefnisins eru ekki síst á þann veg að sköpun snúist að öllu leyti um ferðalagið í gegnum tilraunir og hugsanir. Sköpun snýst um viðhorf til að halda út ákveðið ferli, læra af mistökum, sættast við sjálfan sig og halda svo ótrauður áfram.

  • The goal of this thesis is to examine the concept of creativity and how it figures into creative teaching and creative school work, and investigate how these emphases can be applied in bookmaking with children. In the current National Curriculum, from 2011, creativity is listed as one of the six central aims of education. The ideas presented in this thesis show that creativity is not limited to arts and crafts, on the contrary, everyone has the potential of being creative. The thesis will bring to light how the creative process itself is integral to creativity, rather than being solely defined in terms of outcomes or results, where a particular emphasis is placed on the importance of creative perspectives as a means to engage with the challenges of the future. The emphasis on creative teaching is viewed in light of teaching methods that are potentially fruitful with regard to facilitating creativity among students. Moreover, the thesis will focus on the aspects that are important to keep in mind when teachers seek to provide their students with opportunities for creative learning. The thesis is accompanied by a website, bokagerd.is, where teachers’ guide on bookmaking is presented. The teachers’ guide is designed to be as accessible as possible and intended for all teachers who are interested in utilising handmade books as a way to work with creativity in the teaching of academic subjects. There it is recommended that teacher use material that can commonly be found inside classrooms and the children’s bookmaking should therefore be able to take place entirely within the classroom settings. The central findings of the project are that creativity belongs everywhere because it revolves predominantly around creative perspectives on any activity or work faced with at any given time. My creative journey through this process accords with many of the findings that I relied on in carrying out the thesis. I refer to the process as a creative journey not least due to the fact that the findings of the thesis reveal that creativity is very much a journey through experimentation and thinking. Creativity concerns the determination to follow through with a specific process, learning from mistakes, coming to terms with oneself, and then continuing forward.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HKR_MEd_24.1.2017.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_HKR.pdf200.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF