is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26894

Titill: 
  • Farskólahald í Fellshreppi á fimmta áratug tuttugustu aldar : formlegt og óformlegt nám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Farkennsla er fræðsluform sem kom fram á Íslandi á síðasta fjórðungi 19. aldar og varð farskólinn dæmigert millistig milli heimafræðslu og eiginlegs barnaskóla. Menn höfðu misjafnar skoðanir á farskólanum sem fræðsluformi og aðbúnaður nemenda og kennara var oft slæmur. Munur farskóla og fastra skóla var í grófum dráttum sá að farskólinn var oftast á faraldsfæti og hafði ekki eiginlegt skólahús. Farskólinn var fræðsluform hinna dreifðu byggða. Seinasti farskóli landsins var í Fellshreppi í Strandasýslu en hann lagðist ekki af fyrr en 1978 þegar Broddanesskóli tók til starfa. Þessi rannsóknarritgerð byggir á hálfopnum viðtölum við fjóra einstaklinga, fædda 1933, 1934 og 1935. Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera fæddir og uppaldir í Kollafirði í Fellshreppi. Þá voru þeir allir í farskóla á tímabilinu 1944−1948. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í farskólagöngu og nám viðmælenda. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hið formlega nám, barnaskólagangan, hafi verið mjög stutt. Námið var fjölbreytt og mikilvægt veganesti út í lífið en sá kennari, sem kenndi viðmælendum mínum mest, virðist hafa verið framsækinn skólamaður sem var mögulega undir áhrifum frá nýskólastefnunni. Viðmælendurnir eru almennt sáttir við veru sína í farskólanum, ef til vill vegna lítilla væntinga þeirra til formlegs náms í dreifbýli á þessum tíma.

  • Útdráttur er á ensku

    Ambulatory school is a form of schooling that emerged late in 19th century Iceland and became a typical intermediate stage between two forms, i.e. at home education and the actual primary school for children. People had different views on the ambulatory school, the conditions in which the teachers and students worked were often bad. The last ambulatory school in Iceland was in Fellshreppur in Strandasýsla, it remained there until 1978 when the primary school in Broddanes was founded. This research is based on semi-structured interviews with four persons born in 1933, 1934 and 1935. These individuals are all born and brought up in Kollafjörður in Fellshreppur. They also have it in common to have attended the ambulatory school in the period 1944−1948 or within that period. The aim of this study is to gain insight into the ambulatory school years and the basic education of the interviewees so far. This study concludes that the formal education the interviewees received was very brief. The education was diverse and gave them an important start in life, the teacher who taught them the most appears to have been a progressive teacher, possibly under the influence of progressive pedagogy. The interviewees seem to be generally satisfied with the ambulatory school. The reason is perhaps the interviewees‘ low level expectation attached to formal education in rural areas at that time.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HildurJonsdottir.LokaverkefniEndanlegt2pdf.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_290316.pdf27.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF