is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26896

Titill: 
  • "Það er allt skemmtilegt í leikskólanum" : viðhorf barna og áhrif þeirra á daglegt leikskólastarf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að styðja við lýðræðislegt leikskólastarf með því að gefa börnum tækifæri til að tjá áhuga sinn á viðfangsefnum og leiksvæðum og taka þannig þátt í að móta daglegt starf. Í ljósi þess að svo virðist sem leiksvæði séu misáhugaverð í augum barnanna er tilgangurinn að afla upplýsinga um hvaða leiksvæði og efniviður vekja mestan áhuga barnanna. Stuðst var við tígulaðferðina en hún er viðtalsaðferð þar sem ljósmyndir eru hafðar sem samræðugrunnur í samtölum við börnin. Rannsóknarspurningarnar voru: Styður tígulaðferðin við lýðræðislega starfshætti í leikskóla? Hver eru viðhorf barnanna til leikskólans? Hvaða viðfangsefni og leiksvæði vekja áhuga barnanna í leikskólastarfinu? Er kynjamunur á því hvaða viðfangsefni börnin velja? Fjallað verður um hversu mikilvægt það er að hlusta á sjónarmið barna, einnig verður fjallað um mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku barna í leikskólastarfinu. Þátttakendur í rannsókninni voru tveir hópar barna, fjórar stelpur og fjórir strákar sem valin voru af handahófi úr barnahópnum á elstu deildinni í leikskólanum sem hér er kallaður Garðaborg. Tekin voru tvö viðtöl við hvorn hóp og beitt viðtalsaðferð sem kallast tígulaðferð (e. diamond ranking) þar sem viðtalið er tekið með stuðningi ljósmynda af þeim leiksvæðum sem eru í boði í leikskólanum. Meginniðurstöðurnar urðu þær að börnin voru mjög jákvæð í garð efniviðarins og leiksvæðanna sem eru í boði. Í báðum hópum varð útiveran fyrir valinu sem það skemmtilegasta í leikskólanum, en næst vinsælastir voru eininga- og holukubbar. Það sem var minnst áhugavert í augum barnanna var fataklefinn, sem kemur ekki á óvart vegna þess að þar er aðallega verið að klæða sig í útifötin og þar eru oft mikil læti. Leikskólakennarar geta nýtt sér þessar niðurstöður rannsóknarinnar til að athuga hvað mætti betur fara t.d. í fataklefanum og öðrum leiksvæðum sem voru ekki áhugaverð í augum barnanna.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MED_ritger.docx.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf35.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF