is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26897

Titill: 
  • Saumaðu barna- og unglingafatnað : kennslubók fyrir byrjendur í fatasaumi úr teygjanlegum efnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið er námsefni í saumi á barna- og unglingafatnaði úr teygjanlegum efnum ásamt ritgerð í formi greinargerðar þar sem fjallað er um tilurð námsefnisins og hugmyndir þar að baki.
    Námsefnið felst í drögum að kennslubókinni Saumaðu barna- og unglingafatnað úr teygjanlegum efnum sem ætluð er fyrir byrjendur í fatasaumi með áherslu á barna- og unglingafatnað úr teygjanlegum efnum. Efnið er ætlað nemendum í textílmennt á grunnskólastigi og í fatasaumsáföngum í framhaldsskólum en getur einnig komið að gagni öðrum þeim sem áhuga hafa á að sníða og sauma föt á börn og unglinga. Kennslu-bókinni munu fylgja tilbúin grunnsnið í stærðunum 80–170 (áttatíu til hundrað og sjötíu) og þá er vísað til líkamshæðar í sentimetrum (cm). Sniðin eru því ætluð fyrir börn á aldrinum eins árs til sextán ára. Þetta eru einföld grunnsnið sem henta byrjendum í sniðagerð en fyrir lengra komna nýtist kennslubókin sem grunnur að flóknari útfærslum á barna- og unglingafatnaði. Í kennslubókinni er fjallað um vinnubrögð í fatasaumi með það að markmiði að veita nemendum grunnkunnáttu í saumi á einföldum flíkum úr teygjanlegum efnum og er þá átt við almennar sauma¬reglur, efnisnotkun, stærðarval, sniða¬gerð og hvernig sauma á flíkurnar saman. Markmiðið er að kennslubókin verði áhugavert námsefni í textílmennt sem einnig muni nýtast kennurum við kennslu og jafnvel gerð verkefna í fatasaumi.
    Í greinargerðinni er fjallað um vinnuferlið við gerð kennslubókarinnar ásamt þeim fræðum og forsendum sem þar liggja að baki. Gerð var athugun sem miðaði að því að greina meginþætti í uppbyggingu á samtals sjö saumabókum, bæði íslenskum og erlendum, sem hafa verið gefnar út sem kennslubækur og einnig sem hönnunarbækur fyrir almennan markað. Eigin reynsla höfundar á sviði saumavinnu og hönnunar á barnafatnaði var einnig nýtt við gerð kennslubókarinnar. Í greinargerðinni koma fram viðhorf tveggja starfandi textílkennara, sem fengin voru með eigindlegum viðtölum. Viðtölunum er ætlað að varpa ljósi á núverandi stöðu textílmenntar í grunn- og framhaldsskólum. Inn í þá umfjöllun fléttar höfundur sína sýn á stöðu list- og verkgreina í grunn- og framhaldsskólum.
    Meginhvatinn að efnisvali í meistararitgerðinni er augljós skortur á íslenskum kennslubókum fyrir byrjendur í fatasaumi. Það er von höfundar að kennslubókin Saumaðu barna- og unglingafatnað úr teygjanlegum efnum muni koma að góðum notum í kennslu.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed lokaverkefni - Íris Bjarnadóttir - Saumaðu barna- og unglingafatnað - Greinargerð - lokaskjal.pdf1,44 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
M.Ed. lokaverkefni - Íris Bjarnadóttir - Saumaðu barna- og unglingafatnað - Kennslubók - lokaskjal.pdf2,82 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Íris Bjarnadóttir.png15,3 MBLokaðurYfirlýsingPNG