is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26898

Titill: 
  • Boð- og tjáskipti barna sem eru með meðfædda samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og nám þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er heimildaritgerð um tjáskipti nemenda sem eru með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Henni er ætlað að varpa ljósi á hvaða áhrif skerðingin hefur á það hvernig börn sem eru með þessa skerðingu skilja inntak orða, tákna í táknmáli eða snertitákna. Markmið ritgerðarinnar var að finna svar við rannsóknarspurningunni: Hvaða skilning á tjáskiptum þarf kennari að búa yfir til þess að hann geti stuðlað að skilningsríkum samskiptum við nemendur sem eru með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu? Höfundur bjó einnig til bækling með hagnýtum upplýsingum um tjáskipta- og kennsluleiðir sem fylgir með ritgerðinni og er ætlaður kennurum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er sú að kennarinn þarf fyrst og fremst að skilja hvernig börn sem eru með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu skapa merkingu sem er undirstaða þess að læra tungumál. Kennarinn þarf einnig að skilja hvernig þau tjá sig og skilja aðra og vera fjölhæfur og hugmyndaríkur þegar hann les tjáningu barns með þessa skerðingu. Hann þarf að hafa aðgengi að aðstoð frá sérfræðingum á mismunandi sviðum, svo sem á sviði læknisfræði, málvísinda, táknfræði, sálfræði, kennslufræði og félagsfræði til þess að bjóða nemanda sínum upp á hágæðakennslu. Kennarinn þarf þó að hafa skilning á læknisfræðilegum þáttum sem valda skerðingunni og samþætt áhrif þeirra á tjáskipti barnsins. Kennari þarf að vita almennt hvað tungumál er og að skilja ferlið sem varðar máltöku og málnám. Skilningur á sviði táknfræði er afar mikilvægur því táknfræðin er grunurinn að því að skilja hvernig þessi hópur barna skapa merkingu. Almenn vitneskja á sviði sálfræðinnar er undirstaða þess að skilja hvernig vitsmunakerfi barna starfar. Það að þekkja ólíkar kennsluleiðir sem henta börnum sem eru með meðfædda samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er grunnurinn fyrir árangursríkt nám barnsins. Síðast en ekki síst þarf kennari að skynja samspilið milli samfélags og einstaklings.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Chavdar_Ivanov_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.01.17.pdf175.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Chadvar_Ivanov_MS_2017.pdf1.08 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Chadvar_Ivanov_Bæklingur_MS_2017.pdf2.56 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna