is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2690

Titill: 
  • Sameiginleg innflytjenda- og hælisstefna ESB
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikil áhersla hefur verið lögð á það að á undanförnum árum að koma á samræmdu eftirlitskerfi með ytri landamærum Evrópusambandsins í þeim tilgangi að tryggja þegnum Evrópusambandsins og Schengen-svæðisins sameiginlegt svæði frelsis, öryggis og réttlætis. Í ljósi þeirra markmiða sem ríki hafa sett sér í baráttunni gegn ólöglegri innflytjendastarfsemi og alþjóðlegri glæpa- og hryðjuverkastarfsemi hefur á ytri landamærum ESB skapast mikil togstreita milli ábyrgðar og réttinda ríkja annars vegar og einstaklinga hins vegar sem þangað sækja í leit að alþjóðlegri vernd.
    Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir stefnumótun innflytjenda- og hælismála Evrópusambandsins með hliðsjón af þeirri öryggisvæðingu sem átt hefur sér stað í þeim málaflokki á undanförnum árum og leitast er svara við þeirri spurningu hvort með hertu eftirliti á ytri landamærum sambandsins sé gengið gegn alþjóðlegum skuldbindingum aðildarríkja um mannréttindi og vernd flóttamanna. Ríkin hafa sett sér háleit markmið á þessu sviði um sameiginlega ábyrgð og jafna dreifingu byrðar milli aðildarríkja en hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að túlka um leið þröngt skilgreiningar alþjóðlegra og svæðisbundinna mannréttinda- og flóttamanna-samninga og sökuð um að firra sig ábyrgð og varpa henni yfir á önnur ríki.
    Helstu niðurstöðurnar eru þær að metnaðarfull skref hafa verið stigin í átt að sameiginlegu hæliskerfi ESB með innleiðingu tilskipana um móttöku og málsmeðferð hælisleitenda, skilyrðatilskipunarinnar og Dyflinnarreglugerðarinnar. Aftur á móti hefur aukið eftirlit með fólksflutningum, hertari aðgerðir á ytri landamærum Evrópusambandsins og útvíkkun innflytjenda- og hælisstefnu ESB takmarkað verulega aðgengi hælisleitenda að hæliskerfi Evrópusambandsins en þar með er komið í veg fyrir að þeir njóti þeirrar alþjóðlegu verndar sem þeir eiga rétt á. Varast ber að ströng innflytjendastefna komi í veg fyrir réttlátt og skilvirkt innflytjenda- og hæliskerfi sem er byggt á virðingu við alþjóðlega samninga um mannréttindi og vernd flóttamanna, innan sem utan sambandsins.

Samþykkt: 
  • 18.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2690


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
17mai_fixed.pdf789.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna