Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26900
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um verkefnamiðaða tungumála-kennslu og sýnt fram á hversu gagnleg hún er í tungumálakennslu, sér í lagi í dönskukennslu. Fyrst verður fjallað stuttlega um mikilvægi þess að læra nýtt tungumál og hvað það felur í sér, sem og færniþættina fjóra. Svo verður fjallað um þá þróun sem hefur átt sér stað í kennsluaðferðum í erlendum tungumálum. Þá er hugtakið verkefnamiðuð tungumálakennsla útskýrt og farið yfir hvers vegna kennarar ættu að kynna sér þessa aðferð í kennslu. Að lokum verða gefin tvö kennsludæmi þar sem sýnt verður hvernig hægt er að nota tjáskiptaverkefni í kennslu. Tilgangur með þessu verkefni er að sýna fram á mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til þess að tjá sig á markmáli og að kennarar fylgist með þeirri þróun sem á sér stað varðandi tungumálakennslu og hvetji nemendur sína með fordæmi til að tjá sig sem mest á markmáli.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð pdf.pdf | 2,75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 149,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |