is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26904

Titill: 
 • Að plægja akurinn : uppbygging á námsveri fyrir alla.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um starfendarannsókn sem ég gerði þegar ég vann að uppbyggingu á námsveri í grunnskóla. Tilgangurinn var skoða mótun og þróun á starfsemi námsvers sem allir nemendur í skólanum gætu nýtt sér. Markmið rannsóknar var að skoða mína hlutdeild og hvernig ég þróaðist sem fagmaður þegar ég vann að þessari uppbyggingu. Einnig að kanna hvernig kennsluhættir mínir þróuðust þegar ég bauð nemendum upp á námsaðferðir sem hentuðu styrkleikum þeirra. Rannsóknarspurningarnir voru:
  „Hvernig get ég skipulagt starfsemi námsvers sem býður upp á fjölbreytt námstilboð, fyrir alla nemendur skólans?“
  „Hvernig get ég bætt kennsluhætti mína svo að þeir henti styrkleikum nemenda minna?“
  Fræðilegur rammi rannsóknarinnar var byggður á hugmyndafræði um menntun fyrir alla, sérþarfir og sérstakan stuðning, fjölgreindir og fjölbreytta kennsluhætti. Rannsóknin var gerð á tímabilinu 15. maí 2015 – 1. júní 2016 í grunnskóla í litlu bæjarfélagi. Helstu rannsóknargögn voru rannsóknardagbók, spurningalistar, vettvangsheimsókn og samræðufundur kennara sem tengdust námsverinu.
  Niðurstöður sýndu að algengara væri að nemendur með sérþarfir kæmu í námsverið heldur en aðrir nemendur og margir kennarar litu á það sem stað fyrir þá sem gátu ekki fylgt jafnöldrum sínum í námsefninu. Einnig voru dæmi um að nemendur kæmu í námsverið til að taka próf, en þegar leið á rannsóknina varð algengara að nemendur sem ekki höfðu skilgreinda erfiðleika kæmu í verið. Meginniðurstaðan var sú að það er mikil vinna að byggja upp námsver þar sem nemendum er mætt út frá styrkleikum þeirra, það eru margir þættir sem þarf að hafa til hliðsjónar og margar breytur sem geta haft áhrif á það hvernig þróunin verður. Með því að afla upplýsinga um mismunandi kennsluaðferðir og með því að prófa þær öðlaðist ég meiri fagmennsku og kennslan hafði jákvæð áhrif á færni nemenda.
  Starfendarannsóknin var liður í að efla vinnu mína við uppbyggingu á námsveri í grunnskóla. Með henni náði ég að halda utan um skipulagið á starfseminni og efla mig sem fagmann og kennara. Ég tel að þeir kennsluhættir sem ég vann með geti haft jákvæð áhrif á kennsluhætti annarra kennara og vona að umfjöllunin um vinnuna sé gagnleg fyrir þá sem vinna að uppbyggingu á námsverum í öðrum skólum.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis is about an action research that I did when I was working on developing a resource room in an elementary school. The purpose was to research formation and development of a resource room for all students in the school. The aim was to examine my involvement and how my professionalism would evolve during the period. Furthermore, to see how my own teaching methods developed and to offer my students ways to learn by utilizing their strengths.
  My research questions were:
  “How do I develop a resource room, that offers multiple learning methods, for all students in the school?”
  “How can I develop my teaching methods so that they suit the way my students learn?”
  The theoretical frame for the research was built on the concept of education for all, special needs and special support, the multiple intelligence theory and diverse teaching methods. The research was conducted between May 15th, 2015 and June 1st, 2016 in an elementary school in a small town in Iceland. The data was gathered through a research journal, questionnaires, a field study, and a group discussion with the teachers that worked in the resource room.
  Findings showed that more students with special needs used the resource room than students without defined learning disabilities and that many teachers looked at it as a place for those that were not able to keep up with their peers. Some students came to the resource room to take tests but when the research was coming to an end it became more common for students without defined learning disabilities to study there. The main conclusion of the study was that it is a lot of work to develop a resource room where all students can learn using their strongest abilities. There are many factors that need to be taken into consideration and many variables that can influence the outcome. By finding more information about different teaching methods and by testing them out I gained more professionalism as a teacher and could have a positive effect on my students’ skills.
  This action research was a part of reinforcing the development of a resource room in an elementary school. By conducting the research, I could keep track of the progress and increase my professionalism and compentence as a teacher. I think that the teaching methods I used can have a positive effect on other educators’ methods and I believe that the outcome of this research is useful for those that are working on developing a resource room in other schools

Samþykkt: 
 • 21.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.ritgerðSigrúnSig.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf32.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF