Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26905
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu kvenna sem á barnsaldri var ráðstafað í fóstur og hvernig reynsla þeirra hefur mótað þær í móðurhlutverkinu. Í rannsókninni var gengið út frá sjónarhorni mótunarhyggju. Hentaði það vel þegar skoðuð voru hlutverk fósturbarna og mæðra þar sem þau eru breytanlegur fasi og taka mið af félagslegum og sögulegum veruleika. Spurt var: Hver var reynslu kvennanna á að vera í fóstri? Hvernig telja konurnar að fósturvistunin hafi mótað afstöðu þeirra og reynslu á móðurhlutverkinu?
Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fimm konur á aldrinum 24 til 38 ára sem allar áttu það sameiginlegt að vera mæður og hafa verið í fóstri ásamt því að nýta önnur úrræði barnaverndarnefnda í tvö ár eða lengur. Í lokin voru þau greind eftir þemum og innihaldi samkvæmt Braun og Clarke (2013). Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að meirihluti kvennanna töldu að fósturvistunin hafi haft jákvæð áhrif á þær sem mæður. Virðing, traust og gerendahæfni eru þeir grunnþættir sem þær telja mikilvægasta þegar unnið er með einstaklingum, börnum, sem eiga erfitt og eru valdlaus.
Þetta efni hefur lítið verið rannsakað hér á landi og því hægt að segja að niðurstöður úr rannsókninni hafi hagnýta þekkingu fyrir þá sem vinna með fósturbörnum því með frekari þekkingu er hægt að finna fleiri leiðir til að koma börnum til aðstoðar á uppbyggjandi og eða fyrirbyggjandi hátt sem um leið getur styrkt þau til að takast á við foreldrahlutverk síðar meir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
En sem betur fer var ég á góðum stað.pdf | 1.04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2017_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_09.01.17.pdf | 31.76 kB | Lokaður | Yfirlýsing |