is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26910

Titill: 
 • Hlutverk foreldra í uppeldi barna og uppeldisaðferðir kynjanna : hugmyndir í uppeldisfræðibókum 1973-2015
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hlutverk foreldra í uppeldi barna og uppeldisaðferðir í uppeldisfræðibókum frá 1973-2015. Farið verður yfir hvernig hlutverk karla og kvenna ásamt uppeldisaðferðum þeirra kemur fram í íslensku samfélagi. Í rannsókninni verður gengið út frá sjónarhorni mótunarhyggju.
  Rannsóknarspurningin er: Hvernig hafa hugmyndir í uppeldisfræðibókum um hlutverk foreldra í uppeldi barna breyst á tímabilinu 1973-2015? Og undirspurning er þessi: Hvernig hafa hugmyndir um uppeldi kynjanna breyst á tímabilinu 1973–2015?
  Gerð var rannsókn þar sem sex uppeldisfræðibækur frá árunum 1973-2015 voru skoðaðar og greindar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hlutverk foreldra hefur breyst úr því að móðirin sé heimavinnandi húsmóðir sem sér um börnin og faðirinn fyrirvinnan sem slappar af eftir vinnu í að móðirin vinni úti og faðirinn taki meiri þátt í uppeldinu. Hugmyndir um uppeldi kynjanna hafa einnig breyst þar sem ekki er lengur ætlast til að stúlkur séu heima að hjálpa móðurinni á meðan að drengir séu úti að leika en hins vegar eru staðalímyndir kynjanna ennþá til staðar um að stelpur eigi að fá bleikt og drengir blátt.
  Engar rannsóknir eru til þar sem hugmyndir uppeldisfræðibóka eru skoðaðar og bornar við íslenskt samfélag. Er þessi rannsókn því nýmæli og segir okkur að þótt að miklar breytingar á hlutverki foreldra og uppeldisaðferðum hafa orðið er baráttunni um staðalímyndir ekki lokið því ennþá er verið að skipta stúlkum og drengjum í dilka.

Samþykkt: 
 • 21.2.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf181.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hlutverk foreldra í uppeldi barna og uppeldisaðferðir kynjanna.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna