is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26911

Titill: 
  • „Það er eins og það sé þungu fargi af honum létt eftir æfingarnar“ : gildi íþróttaiðkunar fyrir börn með ADHD að mati mæðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Líðan og velferð barna snertir allt samfélagið en ekki síst foreldra þeirra. Börn með ADHD glíma við fjölda áskorana í daglegu lífi vegna einkenna hegðunar- og fylgiraskana. Mikilvægt er að finna vettvang fyrir börnin þar sem þau fá tækifæri til þess að efla sjálfsmynd sína, auka félagshæfni, losa umframorku og í kjölfarið upplifa sælutilfinningu og vellíðan. Áhrif íþrótta fyrir börn með ADHD hafa ekki mikið verið rannsökuð á Íslandi. Rannsakendur telja því mikilvægt að varpa ljósi á gildi íþrótta fyrir börn með ADHD með því að skyggnast inn í raunverulegar aðstæður þeirra við íþróttaiðkun út frá reynslu og upplifun mæðra. Í þessari rannsókn er notast við eigindlega aðferð við gagnasöfnun og úrvinnslu. Sex hálf-stöðluð opin einstaklingsviðtöl voru tekin við mæður barna með ADHD á miðstigi grunnskóla. Niðurstöður leiddu í ljós líkamlegan, andlegan og félagslegan ávinning íþróttaiðkunar. Að mati mæðranna fólst ávinningurinn meðal annars í auknu sjálfstrausti og vellíðan, rútínu og skipulagi og tækifæri til þess að auka félagshæfni. Því má draga þá ályktun að íþróttaiðkun sé mikilvæg fyrir börn með ADHD samhliða öðrum meðferðarúrræðum. Áhrif lyfjameðferðar við ADHD voru bæði jákvæð og neikvæð. Það kom rannsakendum á óvart að þátttakendurnir upplifðu mikil áhrif lyfja á persónuleika og hegðun barnanna sem kom í sumum tilfellum niður á íþróttaiðkun þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið hjálplegar fyrir foreldra og aðstandendur barna með ADHD ásamt öllum þeim sem koma að uppeldis- og íþróttastarfi barna.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26911


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_2017.pdf899.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni_Gunnhildur_Rosey.pdf195.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF