en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26915

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvaða þættir aðgreina brottfallshóp frá þeim hópi sem lýkur meðferð á Reykjalundi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort einhverjir þættir aðgreindu brottfallshópinn frá þeim sem klárar offitumeðferð á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi. Skoðaðir voru líkamlegir- félagslegir- og andllegir þættir.
    Einstaklingum sem skráðu sig í offitumeðferð Reykjalundar á tímabilinu janúar 2010 til september 2011, alls 249, var boðin þátttaka en einungis 69 samþykki bárust. Þátttakendur sem ekki skiluðu sér til seinni hluta dagdeildarmeðferðar voru skilgreindir sem brottfall.
    Skoðaðar voru upplýsingar sem fengust í ítarlegu viðtali og heilsufarsmælingu við forskoðun s.s. aldur, þyngd, blóðþrýsting, menntun og niðurstöður þunglyndis, kvíða og OP-kvarða (e. obesity-related problems scale) prófana. Þá var sendur út spurningalisti á bæði brottfallshóp og þann sem kláraði meðferð.
    Helstu niðurstöður eru þær að konum sem kláruðu meðferðina leið verr við ýmsar félagslegar aðstæður (skv. OP-kvarða) en þeim konum sem ekki kláruðu (p=0,025). Lítill munur var meðal karla. Þá var einnig fylgni á milli þunglyndis og brottfalls meðal kvennana. Þær konur sem hættu fengu fleiri stig á þunglyndisprófi en hinar sem kláruðu meðferð. Niðurstaðan var þó ekki marktæk (p=0,078). Eins var hópurinn sem kláraði meðferð líklegri til að vera með meiri menntun en þeir sem ekki klára. Þar var munurinn heldur ekki marktækur (p=0,098) en áhugaverður að skoða í stærra samhengi þar sem þátttakendur voru ekki margir. Áhugavert var að sjá hversu kynin virðast ólík. Karlar skila sér síður inn í meðferð og munurinn á milli karla hópanna var einkum líkamlegur s.s. þyngd og aldur.

Accepted: 
  • Feb 22, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26915


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristín Hulda Guðmundsdóttir-lokaeintak.pdf1.37 MBOpenHeildartextiPDFView/Open