en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26916

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvatning til starfsmanna: Hin endalausa áskorun
Submitted: 
 • February 2017
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hvatning er talin vera hin endalausa áskorun fyrir stjórnendur. Starf stjórnenda er viðamikið og eitt af verkefnum þeirra er að skilja hvað drífur starfsmenn áfram og hvetur þá. Besta leiðin til þess er að vera í góðum samskiptum við starfsmennina. Það getur verið tímafrekt þar sem einstaklingar eru mismunandi og hafa ólíkan drifkraft. En ef stjórnendur myndu gefa sér tíma gæti það verið vænlegt til árangurs. Sýnt hefur verið fram á að hvatning hafi áhrif á starfsánægju og tryggð starfsmanna. Fyrirtæki leitast eftir tryggum starfsmönnum, því tryggð er talin vera lykillinn að velgengni fyrirtækja. Með því að hafa trygga starfsmenn er komið í veg fyrir að færni og kunnátta tapist. Mikilvægt er að starfsmönnum líði vel í vinnunni því þeir eyða dágóðum tíma ævinnar þar. Fyrirtæki vilja því einnig bjóða upp á jákvæðan og góðan vinnustað. Það gefur því auga leið að starfsánægja og tryggð eru mikilvægir þættir í atvinnulífinu.
  Hægt er að skipta hvatningu í annars vegar innri og hins vegar ytri. Með innri hvatningu framkvæmir einstaklingur athöfn ánægjunnar vegna til dæmis þegar hann fær að vinna að áhugaverðu verkefni sem skiptir hann máli eða þegar hann fær tækifæri til að læra nýja hluti sem gefa honum meiri reynslu og mögulega meira sjálfstraust. Með ytri hvatningu framkvæmir einstaklingur athöfn vegna þeirra verðlauna sem hann hlýtur að verki loknu til dæmis bónus í formi peninga, stöðuhækkun, hrós eða önnur fríðindi. Þar sem einstaklingar eru mismunandi er ljóst að hvatning þarf að vera mismunandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort það væru meiri tengsl milli innri hvatningar og starfsánægju sem og tryggðar starfsmanna heldur en ytri hvatningar?
  Í rannsókninni var stuðst við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var sendur út til þátttakenda. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að tengslin milli innri hvatningar og starfsánægju sem og tryggðar starfsmanna voru jákvæð og meðalsterk tengsl. Það sama mátti segja um ytri hvatningu. Þó má taka fram að tengslin milli ytri hvatningar og tryggðar voru aðeins veikari. Innri og ytri hvatning standa því nánast jafnfætis. Til að beita hvatningu á sem skilvirkastan máta verða stjórnendur að vita hvaða hvatning á við hverju sinni. Einnig þurfa starfsmenn að gera grein fyrir þörfum sínum. Samvinna og samskipti eru því lykilatriði hér. Rannsóknin veitir bæði stjórnendum og starfsmönnum innsýn í hversu mikilvægar hvatningar eru og hversu nauðsynlegt það er að eiga góð samskipti.

Accepted: 
 • Feb 24, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26916


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Jóhanna Magnúsdóttir.pdf1.26 MBLocked Until...2018/01/01HeildartextiPDF
JohannaMagnusdottir_yfirlysing.pdf294.69 kBLockedYfirlýsingPDF