is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26919

Titill: 
  • Hönnun og framleiðsla á frumgerð eyrnatappa til notkunar við lyfjagjöf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að hanna eyrnatappa sem ætlaður er til lyfjagjafar með týmóli gegn miðeyrnabólgu. Einnig átti að framleiða frumgerð þeirrar hönnunar. Lyfjagjöfin er ætluð sem nýtt meðferðarúrræði við bráðri miðeyrnabólgu í stað hefðbundinnar meðferðar með sýklalyfjum.
    Hannaður var eyrnatappi með þremur hettum með opi í miðju. Lyfið var hannað sem lítil hylki með týmóli ofan í og á að setja hylkin í op eyrnatappans. Eyrnatappinn var hannaður með tilliti til hönnunarskorða og efnisvals. Framleidd var frumgerð svo hægt væri að gera tilraunir á virkni eyrnatappans sem og virkni lyfsins. Fyrir framleiðslu á frumgerð voru valin fjögur efni og stóð til að framleiða eyrnatappa í mismunandi stærðum úr hverju efni. Einungis eitt efnanna gaf nothæfa frumgerð, silíkonið RTV 4420 QC A/B frá Silbione®. Framleiddir voru eyrnatappar í fjórum stærðum og a.m.k. fimm af hverri stærð. Framkvæmd var áhættugreining til að meta hönnunina og koma auga á hugsanlegar hættur sem fylgja notkun eyrnatappans. Niðurstöður áhættugreiningarinnar bentu til þess að hönnuninni fylgdu ekki miklar áhættur og að auðvelt væri að draga úr þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis was to design earplugs intended for administration of Thymol to treat acute otitis media. A prototype of the design was also to be produced. The treatment is meant to be a new option for treating acute otitis media instead of the more traditional treatment with antibiotics. A prototype was produced so the effectiveness of the design and the potency of the treatment could be tested with experiments. The design is an earplug that has three flanges and an opening in the center. The thymol was put into small capsules that are to be put into the opening of the earplug. The earplug was designed with respects to possible restrictions and material selection. Four materials were selected for the manufacture of the prototype. The goal was to manufacture earplugs in four sizes out each of the four selected materials. Only one of the materials was suitable for the prototype, the RTV 4420 QC A/B silicone from Silbione®. Earplugs were made in four different sizes and at least five pieces of each size. A risk analysis was done to evaluate the assess the risks associated with the design and its use. The results of the risk analysis showed that there were no big risks associated with the design and that the risks could be easily reduced.

Samþykkt: 
  • 27.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hönnun og framleiðsla á frumgerð eyrnatappa til notkunar við lyfjagjöf.pdf3.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Gísli Guðlaugsson.pdf1.62 MBLokaðurYfirlýsingPDF