Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2692
Þessi ritgerð greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar um upplifun lögreglumanna af mótmælunum sem fram fóru í lok janúar 2009. Hún skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta hluta er fjallað um aðdraganda mótmælanna og reynslu lögreglunnar af mótmælum síðan í ársbyrjun 2008 fram til umrædds tíma. Rannsóknin fjallar um upplifun lögreglumanna af dögunum, 20. janúar, 21. janúar og 22. janúar 2009. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er aðferðafræði rannsóknarinnar tekin fyrir. Kaflarnir í öðrum hluta eru tveir. Í þeim fyrri er rannsóknaraðferðin útlistuð en rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknarhefð. Notast er við hálfstöðluð viðtöl eftir forskrift Kristins G. Esterberg. Niðurstöður rannsóknarinnar eru reifaðar í þriðja hluta ritgerðarinnar. Sá hluti skiptist í sex kafla og í hverjum þeirra er fengist við ákveðin málefni. Í réttri röð eru þau; aðferðafræði lögreglunnar eftir bankahrunið, upplifun lögreglumanna af mótmælunum í janúar 2009, hlutverk lögreglu, vinnuálag og aðstandendur lögreglmanna, fjölmiðlar og að lokum er litið á stöðu lögreglunnar í ljósi þessara atburða. Markmið rannsakanda er að opna sviðið fremur en að svara spurningum og í fjórða og síðasta hluta ritgerðarinnar eru frekari rannsóknarspurningum gerð skil.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerdinbokasafn_fixed.pdf | 578,78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |