en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26932

Title: 
  • Title is in Icelandic Er í lagi að blása í flautuna? Siðferðileg álitaefni varðandi uppljóstranir - verkferlar og menning í íslenskum viðskiptabönkum
Submitted: 
  • June 2014
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er farið yfir siðferðileg álitaefni varðandi uppljóstrun (e. whistleblowing). Ég mun helst leita svara hjá Richard T. DeGeorge og Michel Davis, en þeir eru hvað best þekktir fyrir kenningar sínar um uppljóstranir. Einnig verða almennar siðferðikenningar skoðaðar og bornar saman við viðfangsefni ritgerðar. Rannsókn mín beindist að íslenskum viðskiptabönkum og markmið mitt með þessu verki er að leitast við að lýsa þeim viðhorfum og menningu sem ríkir innan íslenskra viðskiptabanka þegar kemur að verkferlum er varða innri uppljóstranir. Verkferlar varðandi innri uppljóstrun er orðið viðurkennt tæki til að sporna gegn sviksemi, skaðsemi og misbeitingu valds í starfsemi fyrirtækja. Tilgangur þeirra er ýmist áhættustýring eða viðleitni til þess að sýna samfélagslega ábyrgð. Í kjölfar hrunsins hvatti Fjármálaeftirlitið íslensku viðskiptabankanna að bjóða upp á raunhæf úrræði og ferla til að koma ábendingum á framfæri um mögulegt misferli í starfsemi bankanna og eiga slík ferli að vera hluti af góðum viðskiptaháttum. Niðurstöður rannsóknar minnar benda til þess að viðskiptabankar á Íslandi telji verkferla um innri uppljóstrun ekki mjög mikilvæga í rekstri og starfsemi bankanna og hafa vart sett uppljóstrun í samhengi við samfélagslega ábyrgð. Ferli bankanna eru nokkuð óljós og fálmkennd og viðhorf til uppljóstrana er almennt neikvætt.
     

Accepted: 
  • Mar 16, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26932


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lovisa_MA_052014.pdf1.27 MBOpenHeildartextiPDFView/Open