is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26936

Titill: 
 • Samþætting skóla- og frístundarstarfs : dagur barnsins í Norðlingaskóla
Skilað: 
 • Febrúar 2017
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er farið yfir hvernig samþætting skóla- og frístundar virkar í skólastarfi. Í fyrri hluta er fjallað um frístundarheimili og skólastarf og í síðari hluta er greint frá rannsókn sem höfundur framkvæmdi. Tekin voru viðtöl og unnin rannsókn með starfsfólki Norðlingaskóla sem kemur að samþættingunni. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hvert er gildi þess að samþætta skóla- og frístundastarfs í grunnskóla? Viðmælendur voru spurðir hvert er gildi samþættingar skóla- og frístundastarfs fyrir nemendur, fyrir skólastarfið og hvert er gildi samstarfs frístundaleiðbeinda og kennara við mótun samþættingarinnar.Viðmælendur voru einnig beðnir um að hafa í huga kosti og áskoranir sem þeir mæta í starfi sínu í tengslum við samþættingu skóla- og frístundar.Niðurstöður fræðigreina ásamt viðhorfum viðmælenda gefa vísbendingar um að samþætting skóla og frístundar hefur jákvæð áhrif á skólastarfið. Áhugavert var að sjá jákvæðar niðurstöður um viðhorf viðmælenda um samfelldan skóladag, þjálfun í félagsfærni, sameiginlegan undirbúning, sveigjanleika samþættingarinnar og samstarf kennara og frístundaleiðbeinenda.

 • Útdráttur er á ensku

  This research project gives an overview about how integration between school work and leisure work with children works in school. In the beginning there is a general discussion about leisure work and school work then there is a discussion about the research project and at last an overview of the results. The research project and the interviews with employees took place in Norðlingaskóli where employees work together on integrating school work and leisure work. The research question is: what is the goods of integration in schooling and leisure work in the
  school system? Interviewers were asked about the value of integrating school work and leisure activities for students, the value for the school and the value of the cooperation between teachers and leisure instructors in the development of the integration. Interviewers were also asked to consider the advantages and challenges they meet in their work related to the integration of school work and leisure work. The results of studies in this field along with the beliefs of the
  interviwers in this research project give some clues to positive results regarding the intergration on school work. It was interesting to see positive results regarding beliefs of the interviewers on the stance of continuty schoolday, training in social skills, the integration´s flexibility and the cooperation of teachers and leisure instructors.

Samþykkt: 
 • 20.3.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Steinþórs Andra til B.Ed.-prófs pdf.pdf850.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna