is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2694

Titill: 
 • Titill er á ensku Study of controlled drug release from multi-layered, silicone matrix systems
 • Rannsókn á stýrðri losun lyfs úr marglaga sílikon matrix kerfi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sílikon fjölliður eru mikið notaðar í ýmsum iðngreinum, þar á meðal í lyfjaiðnaði. Þetta stafar að mörgu leyti af hinum ýmsu kostum silikons, þá sérstaklega samrýmanleika þess við flesta vefi líkamans, stöðuleika þess og óvirkni (e. inertness). Það hefur til að mynda verið nýtt við lyfjatengdar rannsóknir á matrix kerfum fyrir stýrða losun lyfja. Ýmis líkön hafa verið útbúin til að lýsa losun úr matrix kerfum og ber helst að nefna líkan Higuchis sem var eitt það fyrsta sem leitt var út og er enn notað í dag, þrátt fyrir ýmsar takmarkanir/nálganir. Flóknari stærðfræðilíkön hafa verið hönnuð til að auka á skilning og skilvirkni á slíkum kerfum.
  Í þessu verkefni var stefnt að því að útbúa marglaga matrixu úr sílikonfjölliðu, með sérstöku marglaga móti og þunnfljótandi sílikoni sem lyf var blandað út í. Síðan var losun lyfsins mæld með því að nota frans flæðisellur og magn lyfsins greint með vökvagreini. Áhrif íbótarefnisins ísóprópýl mýristats var kannað ásamt breytingum á samsetningu matrixunnar með tilliti til magn lyfs í hverju lagi himnunnar.
  Til hliðsjónar var sett af stað vinna við gerð og þróun á stærðfræðilíkani í þeim tilgangi að útbúa líkan sem geti lýst losun úr matrix kerfum líkt því kerfi sem verið var að mæla losun úr.
  Niðurstöður sýndu breytilega losun milli þessara tveggja bólgueyðandi lyfja, fyrsta stigs losun hjá íbúprofeni og núllta stigs losun á díklófenaki. Áhrif íbótarefnisins kom einnig fram og virtist það auka hraða losunar bæði hjá íbúprófeni og díklófenaki. Vísbendingar fengust um áhrif dreifingu lyfjanna í matrixunni, en þó væri æskilegt að mæla losun í lengri tíma og áhugavert væri að mæla fleiri samsetningar til að fá ítarlegri skilning á áhrif misdreifðar lyfja í matrixunni. Þá vantar frekari rannsóknir til hliðsjónar við gerð á stærðfræðilíkaninu sem þarf að útfæra nánar í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 18.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidauka_loka_fixed.pdf890.27 kBLokaðurHeildartextiPDF