is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26951

Titill: 
  • Flogaveiki fyrr á öldum: Sjúkdómurinn, lækningar og viðhorf á Íslandi á 17., 18. og 19. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er flogaveiki á Íslandi á 17., 18. og 19. öld með áherslu á sjúkdóminn sjálfan, sem og lækningar við honum og viðhorf Íslendinga til hans. Rannsakað er hvort að flogaveiki hafi verið þekkt á Íslandi á þessum þremur öldum, hver meðferðin var við henni og hvernig litið var á þá sem greindust með sjúkdóminn á Íslandi. Fyrst verður farið yfir nokkrar lækningabækur frá 17., 18. og 19. öld og athugað hvaða meðferðir voru í boði fyrir þann sem haldinn var flogaveiki á þeim tíma. Auk þess verður litið yfir lýsingar á flogaveiki sem finna má í þessum sömu bókum og skoðað af hverju fólk taldi flogaveiki stafa. Næst verður sjónum beint að „heilbrigðiskerfi“ Íslands fyrir aldamótin 1900, þá aðallega eftir stofnun landlæknisembættisins 1760 og fram til ársins 1900. Farið verður yfir hversu mörg tilfelli flogaveiki greindust á 19. öld eftir að héraðslæknum var gert skylt að skrá niður sjúkdóma sem og annað í ársskýrslum sem sendar voru til Danmerkur. Vikið verður að því hvaða læknar það voru sem skráðu og virtust þekkja til flogaveiki á 19. öld og litið yfir læknisferil þeirra. Síðast verða skoðaðar þjóðsögur sem segja frá flogaveikum einstaklingum og raunum þeirra, sem og farið yfir hverjir þessir einstaklingar voru í raunveruleikanum og komið með tilgátur um hvernig íslenskt samfélag hafi litið á flogaveiki og sjúklinga sem þjáðust af henni.

Samþykkt: 
  • 24.3.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flogaveikifyrráöldum.pdf2,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
blr1-yfirlýsing.pdf481,47 kBLokaðurYfirlýsingPDF