en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26957

Title: 
  • Title is in Icelandic Framsal ríkisvalds vegna alþjóðasamvinnu: Hve langt má löggjafinn ganga?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ekki er ofsögum sagt að enginn þjóðréttarsamningur hafi haft eins mikil áhrif á íslenskt samfélag og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið. Með aðild sinni að samningnum skuldbatt íslenska ríkið sig til þess að leiða í lög fjölda réttarreglna sem eru sprottnar frá evrópskum stofnunum og eiga rætur að rekja til alþjóðlegs samstarfs. Þessar reglur eru í stöðugri þróun og því þurfti að gera ráð fyrir því, þegar samningurinn var lögfestur, að hægt væri að taka sífellt nýrri reglur upp í hann. Efni samningsins var þannig ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll.
    Með aðild sinni að samningnum framseldi íslenska ríkið að nokkrum hluta ríkisvald sitt til yfirþjóðlegra stofnana í þágu alþjóðasamvinnu, en hart var deilt um á lögfræðilegum og pólitískum vettvangi hvort stjórnarskráin heimilaði viðlíka framsal og fólst í samningnum. Löggjafinn byggði á því sjónarmiði að það valdframsal sem leiddi af samningnum rúmaðist innan þeirra marka sem stjórnarskráin leyfði, en tók um leið fram að þær forsendur kynnu að breytast eftir því sem samningurinn þróaðist.
    Stöðugt fleiri stjórnskipuleg álitamál af svipuðum toga hafa vaknað eftir því sem EES-samstarfinu hefur undið fram á undanförnum árum. Sem dæmi er nú í undirbúningi að innleiða í íslenskan rétt nýjar reglur Evrópusambandsins um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum sem fela evrópskum stofnunum víðtækt og bindandi ákvörðunarvald gagnvart íslenskum fyrirtækjum og borgurum.
    Í ritgerðinni verður leitast við að kanna að hvaða marki talið hefur verið að hinum almenna löggjafa sé heimilt að framselja valdheimildir ríkisins til alþjóðlegra stofnana. Gerð verður ítarleg grein fyrir þeim forsendum sem lágu framsalinu til grundvallar við aðild Íslands að EES-samningnum og skoðað hvort þær forsendur hafi staðist þegar litið er til þróunar samningsins síðan þá. Í því samhengi verður fjallað sérstaklega um nokkur dæmi frá síðustu árum þar sem álitamál hafa vaknað um hvort farið hafi verið út fyrir mörk íslenskra stjórnskipunarreglna með innleiðingu nýrra Evrópugerða sem miða að auknu framsali valds til alþjóðlegra stofnana.

Accepted: 
  • Apr 10, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26957


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
skemman yfirlýsing.pdf80.12 kBLockedYfirlýsingPDF
kristinn ingi jónsson ba-ritgerð.pdf454.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open