is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26962

Titill: 
 • Atvinnuþátttaka karla og kvenna, með og án barna á heimili
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessari rannsókn er ætlað að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er munurinn á atvinnuþátttöku og vinnutíma karla og kvenna án barna annars vegar og feðra og mæðra hins vegar? Einnig er spurt hvort atvinnuþátttaka og vinnutími séu ólík eftir fjölda og aldri barna á heimili og hjúskaparstöðu. Með rannsókninni er ætlað að sýna, með lýsandi tölfræði, hver staða kvenna og karla með börn á heimili er eftir fjölda barna á heimili og/eða aldri þeirra. Rannsóknin er unnin á grundvelli samstarfssamnings Hagstofu Íslands og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands um samstarf vegna rannsókna MA nema. Um megindlega rannsókn er að ræða, unnið var úr fyrirliggjandi gögnum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og lýsandi tölfræði notuð til að kynna niðurstöður.
  Gögn um atvinnuþátttöku kvenna og karla á vinnumarkaði með börn á heimili voru síðast birt árið 2002 og þær tölur hafa verið notaðar síðan í alþjóðlegum samanburði hjá stofnunum á borð við Eurostat og OECD. En frá árinu 2002 hafa orðið talsverðar breytingar á fjölskyldustefnu og vinnumarkaði hérlendis og því mikilvægt að skoða hvort og hvernig atvinnuþátttaka foreldra hefur tekið breytingum. Rannsóknin náði því til tímabilisins 2003-2015. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um stöðu foreldra á vinnumarkaði og aðstæður barnafjölskyldna.
  Helstu niðurstöður eru þær að atvinnuþátttaka karla og kvenna með börn á heimili er mikil og í lok rannóknartímabilsins er hún hærri en meðal karla og kvenna með engin börn á heimili. Atvinnuþátttaka feðra eykst eftir því sem börnum fjölgar á heimili en meðal mæðra dregur úr atvinnuþátttöku eftir því sem fjöldi barna eykst. Atvinnuþátttaka mæðra eykst með hækkandi aldri barna en aldur barna hefur lítil sem engin áhrif á atvinnuþátttöku feðra. Vinnutími feðra er lengri en karla sem eru ekki með börn á heimili. Vinnutími mæðra er mun styttri en annarra hópa og styttri eftir því sem börn eru yngri og fleiri.

 • Útdráttur er á ensku

  This study answers the following research questions: What is the difference in labour force participation rates and working hours between men and women without children on the one hand and fathers and mothers on the other? Are the labour force participation rates of parents different depending on the number and age of children in the household? And has marital status impact on the employment of fathers and mothers and do these factors influence the number of working hours? By using descriptive statistics, this study will provide information about the position of parents in the labour market and the influence children have on their participation.
  The study is conducted in accordance with an agreement between Statistic Iceland and the Faculty of Social Work, UI on providing MA students opportunities too work with data from SI. The research is quantitative and applies data from the labour market research of Statistic Iceland, and descriptive statistics are used to present the results.
  Data from Statistic Iceland on labour market participation of parents was last publish in 2002 and this data has since then been used in international comparison e.g. by Eurostat and OECD. However since 2002 both family policy and the labour marked in Iceland has changed considerably. Hence the research period is 2003-2015. The results provide important information about the position of parents in the labour market and the conditions of families with children.
  The main results show that labour market participation of men and women with children in their households are high and by the end of the research period higher than among men and women without children. Labour market participation of fathers increases in accordance with increasing number of children in the household while there is a decrease among mothers in accordance with higher number of children. Labour market participation of mothers increases as the children get older while the age of children has no effect on the labour market participation of fathers. Fathers have the longest working hours, longer than men without children. Working hours of mothers is lower than other groups and shorter in accordance with increased number and young age of children.

Samþykkt: 
 • 11.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Kristín Magnúsdóttir-final.pdf6.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf366.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF