is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26967

Titill: 
  • Mat á miskabótum vegna kynferðisbrota. Er ákvæði b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 nógu skýrt með hliðsjón af beitingu þess í íslenskri dómaframkvæmd?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynferðisbrotamál eru yfirleitt erfið og flókin mál. Ekkert brot er eins og það verður að hafa það í huga þegar miskabætur eru ákvarðaðar í hverju og einu máli. Dómstólar ákvarða miskabætur út frá mati á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, nánar tiltekið b-lið 1. mgr. 26. gr. Ákvæðið er matskennt og getur því mögulega leitt til óskýrrar dómaframkvæmdar að einhverju leyti. Markmið þessarar ritgerðar er aðallega að fjalla um það mat sem dómstólar beita í hverju einstöku máli og hvort matið teljist í raun sanngjarnt, bæði út frá sjónarhóli brotaþola og tjónvalds.
    Í athugasemdum við frumvarp til skaðabótalaga nr. 50/1993 kemur fram að miskabætur samkvæmt 26. gr. laganna séu fégjald fyrir ófjárhagslegt tjón. Í 26. gr. skaðabótalaga eru ekki nein fyrirmæli um fjárhæðir, ólíkt því sem gildir um 3. og 4. gr. laganna. Það eru dómstólar sem meta í hverju tilviki hvaða fjárhæðir verða ákvarðaðar á grundvelli 26. gr. Í því mati er stuðst við nokkur atriði sem farið verður í gegnum í þessari ritgerð.

Samþykkt: 
  • 12.4.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-SLM.pdf394.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf72.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF