is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26968

Titill: 
  • Um sagnir og smáorð. Eðli og notkun agnar- og forsetningarsagna í íslensku nútímamáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um agnarsagnir, þ.e. sagnorð sem taka með sér ögn, og forsetningarsagnir, þ.e. sagnorð sem taka með sér forsetningu, í íslensku máli. Áherslan er lögð á eðli og notkun þeirra. Í fyrsta hluta er umfangi, stærð og tilgangi ritgerðarinnar lýst. Stakorðið „smáorðasögn“ eða „-sagnorð“ er kynnt en það merkir sögn sem tekur með sér smáorð, þ.e. atviksorð/ögn eða forsetningu. Í öðrum hluta er litið á það sem hefur verið skrifað um efni ritgerðarinnar í kennslu- og fræðibókum í áranna rás. Það kemur í ljós að smáorðasagnafyrirbærið er tiltölulega lítið til umræðu. Í þriðja hluta eru hugtök sem birtast í ritgerðinni skilgreind. Listi af viðurkenndum smáorðum sem fara oft með sögnum er gefinn. Svo eru skoðaðar þær leiðir sem málfræðingar hafa farið við að útskýra og skilgreina smáorð. Í fjórða hluta er munur á eðli og notkun smáorðasagna til rannsóknar. Tilraunir eru gerðar til að athuga hvort og hvernig m.a. eðli andlagsins (nafnorð eða fornafn), orðaröð og uppbygging setningarinnar (einföld eða samsett) skipti máli. Sýnt er fram á að agnar- og forsetningarsagnir fylgja svipuðum notkunarreglum en þó ekki að öllu leyti, t.d. geta agnir farið á eftir andlaginu en forsetningar geta það ekki. Þessar reglur eru settar fram í lista. Í fimmta hluta eru sýnd og skilgreind dæmi um smáorðasagnir úr skáldsögum, fréttum og fræðiritum. í sjötta hluta eru settar fram hugmyndir til rannsóknarefna í framtíðinni, t.d. að skoða hvað afleiðsla, þ.e. að búa til orð eins flokks úr orði annars (t.d. að leiða nafnorð af sagnorði), getur sagt okkur um smáorðasagnir. Svo eru lokaorð og heimildaskrá. Að lokum kemur einnig viðauki þar sem skilgreiningar og notkunarreglur agnar- og forsetningarsagna eru settar á eina blaðsíðu, í þeim tilgangi að vera gagnlegt þeim sem læra eða kenna íslenskt mál.

Athugasemdir: 
  • Nota má viðaukann (bls. 30) frjálslega í kennslu og til fróðleiks.
Samþykkt: 
  • 12.4.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um_sagnir_og_smáorð_BA-Lokaritgerð_2017_A_Hills.pdf843.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_um_meðferð_Lokaverkefni_A_Hills_BA_2017.pdf7.53 MBLokaðurYfirlýsingPDF