is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26973

Titill: 
 • Er hæli raunhæfur möguleiki? Túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er túlkun og notkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni. Reglugerðin, sem áður var kölluð Dyflinnarsamningurinn, hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og er gjarnan vísað til hennar þegar hælisleitendur eru sendir úr landi. Aðferð orðræðugreiningar er notuð til að kanna hvernig túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni birtist bæði í umræðu á þingi og í framkvæmd. Tímabilin sem valin voru til skoðunar eru árin 2001-2003 og 2014-2016. Fyrra tímabilið var valið þar sem Dyflinnarreglugerðin var innleidd árið 2001 og því gæti reynst áhugavert að skoða hvernig umræðan um reglugerðina var fyrstu þrjú árin hér á landi. Seinna tímabilið var valið til samanburðar, þar sem fjöldi flóttafólks sem hefur leitað til Evrópu hefur aukist til muna síðustu ár. Höfundi þótti því áhugavert að bera saman árin 2014-2016 við árin 2001-2003 til þess að sjá hvernig umræðan hefur þróast á þessum rúma áratug.
  Umfjöllunarefnið er rætt út frá heimsborgarahyggju, samfélagshyggju, hlutdrægni- og óhlutdrægnikenningum, sem og hugmynd Hannah Arendt um hversdagsleika illskunnar. Helstu niðurstöður sýna að túlkun íslenskra stjórnvalda á Dyflinnarreglugerðinni er mjög þröng. Þó svo að ítrekað hafi verið rætt á þingi að Dyflinnarreglugerðin sé aðeins heimild sem stjórnvöldum beri ekki skylda til að nota, var hún oft og tíðum túlkuð sem regla frekar en heimild af þeim ríkisstjórnum sem voru við lýði á umræddum tímabilum. Einnig kom í ljós að á hvorugu tímabilinu var skrifleg stefna fyrirliggjandi í málefnum hælisleitenda, heldur var vísað til íslenskra laga um útlendinga. Íslensk stjórnvöld nýta Dyflinnarreglugerðina óspart til þess að vísa flóttafólki frá landinu og hafa þannig fríað sig þeirri siðferðislegri ábyrgð sem þau bera á fólki á flótta.

 • Útdráttur er á ensku

  As asylum seekers have been deported from Iceland in the past few years, the heavily scrutinized Dublin Regulation has often been cited. In this thesis, discourse analysis is used to assess how the Icelandic government has interpreted and used the Dublin Regulation in two different time periods. Governmental actions, seen through the media, and parliamentary discussions were analysed. Data was extracted from two time periods: 2001-2003 and 2014-2016. The former period was chosen since the Dublin Regulation was adopted in 2001 and it might be interesting to see how the Regulation was discussed in the first three years of its adoption. Because of the significant increase in refugees over the past few years the author found it interesting to compare the two periods and examine how the discussion concerning the Dublin Regulation has evolved over the last decade.
  The topic is discussed from the standpoint of Cosmopolitanism, Communitarianism, Partialism, Impartialism and Hannah Arendt´s idea of the banality of evil. The findings of the discourse analysis show that the government´s interpretation of the Dublin Regulation is very narrow. Although it was repeatedly mentioned by members of Parliament that the Dublin Regulation is only an authorization and not an obligation, it seems as the government interpreted it as the latter. The Icelandic authorities had no written policy when it came to asylum seekers in neither time period, instead, they have cited Icelandic laws on foreigners. The findings of this thesis suggest that Icelandic authorities take advantage of the Dublin Regulation by sending as many asylum seekers to another member state as they can. Thereby, they have freed themselves of the moral responsibility to refugees and asylum seekers.

Samþykkt: 
 • 12.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing.PDF380.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF