Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26983
Í ritgerðinni er fjallað um túlkun ákvæða vátryggingarsamninga á grundvelli andskýringarreglunnar og hvernig slík ákvæði eru túlkuð komi upp vafi um merkingu þeirra. Einhliða skilmálar eru algengastir þegar kemur að vátryggingarsamnignum en tvíhliða skilmálar þekkjast almennt ekki í slíkum samningnum nema í örfáum tilvikum. Fjallað er um einhliða skilmála, hvaða áhrif þeir hafa á samningsfrelsið og kosti og galla slíkra skilmála. Einnig er vikið stuttlega að túlkunar- og skýringarreglu 36. gr. b. laga nr. 7/1936. Fjallað er almennt um vátryggingarsamninga og nokkur atriði tengd réttarsambandi vátryggingartaka og vátryggingarfélags. Fjallað er almennt um andskýringarregluna, hvernig hún kemur fyrir í vátryggingarétti, rök með og á móti reglunni og að lokum hvaða þýðingu hún hafði í dómi Hæstaréttar frá 2. maí 2013 í máli nr. 702/2012.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð-Hjörtur-Magni.pdf | 507 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_Hjörtur.pdf | 18.98 kB | Lokaður | Yfirlýsing |