is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26987

Titill: 
  • Staðlaðir samningsskilmálar með áherslu á íþyngjandi og óvænt ákvæði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stöðluð samningsform hafa verið notuð í viðskiptalífi manna um langt skeið. Lengi vel voru þau einvörðungu að finna á afmörkuðum sviðum á borð við flutninga- og vátrygginga-starfsemi, en nú til dags má segja að staðlaðir samningsskilmálar komi víða við í hinu daglega lífi. Á tiltölulega skömmum tíma hefur gífurleg aukning orðið á notkun staðlaðra samningsskilmála og má það helst rekja til hinnar hröðu framþróunar í viðskiptalífinu og nauðsyn þess að samningsgerð gangi skilvirkt og hratt fyrir sig. Fjölmargir kostir fylgja notkun samningsskilmála af þessu tagi en engu að síður getur notkunin haft ýmis vandkvæði í för með sér.
    Umfjöllun þessarar ritgerðar mun beinast að stöðluðum samningsskilmálum og hvernig þeir geta orðið hluti af samningi aðila og verður sérstök áhersla lögð á íþyngjandi og óvænt ákvæði. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður komið stuttlega inn á helstu meginreglur á sviði samningaréttar, bæði lögfestar og óskráðar. Skýrt verður nánar frá tilgangi og mikilvægi þeirra fyrir réttarsviðið. Í þriðja kafla má finna almenna umfjöllun um samningsskilmála af þessu tagi og leitast verður við skýra hugtakið á greinargóðan hátt. Í stuttu máli verður þróun staðlaðra samningsskilmála rakin ásamt því að fjallað verður um helstu tegundir þeirra og með hvaða hætti er mögulegt að flokka þá. Síðan verður gerð grein fyrir þeim kostum og göllum sem fylgja notkun slíkra skilmála. Í fjórða kafla verður því næst fjallað um hvernig staðlaðir samningsskilmálar verða hluti af samningi aðila og meginreglur þar að lútandi. Í fimmta kafla verður athyglinni beint sérstaklega að íþyngjandi og óvæntum samningsskilmálum og hvers konar kröfur verða gerðar um vitneskju viðsemjanda um þá við matið á því hvort ákvæðin geti talist hluti af samningi. Í framhaldinu verður gerð grein fyrir trúnaðarskyldunni ásamt því að reifaðir verða ýmsir dómar til að gefa af þessu gleggri mynd. Að lokum verður í sjötta kafla fjallað um túlkun staðlaðra samningsskilmála og þýðingu andskýringarreglunnar.

Samþykkt: 
  • 18.4.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf394.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf460.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF