is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26997

Titill: 
 • Fjármálaeftirlit með viðskiptabönkum og sparisjóðum á Íslandi og áhrif nýrra EES-reglna um fjármálaeftirlit
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Við bankahrunið árið 2008 komu í ljós brestir í fjármálakerfinu á Íslandi og vinna stjórnvöld enn hörðum höndum að því að bæta úr þeim. Brestirnir voru ekki bundnir við fjármálakerfið á Íslandi heldur var um alheimskreppu að ræða, sem er talin hafa orsakast meðal annars af skorti á alþjóðlegu fjármálaeftirliti.
  Í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 hefur Evrópusambandið (ESB) lagt mikla áherslu á að bæta regluverk á sviði fjármálaeftirlits og fjármálaþjónustu, einna helst til að draga úr líkum á að efnahagskreppa eins og skall á heiminn árið 2008, endurtaki sig. Þar sem Ísland hefur verið aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið síðan hann tók gildi 1. janúar árið 1994 tökum við þátt í þessari auknu samvinnu og munu reglurnar hafa áhrif hér á landi. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er viðamesti og einn mikilvægasti samningur sem Ísland er aðili að. Regluverk hér á landi sem snertir fjármálakerfi er að stórum hluta byggt á reglum og tilskipunum Evrópusambandsins og hafa reglur er varða innri markað Evrópu haft gríðarlega mikil áhrif á lagasetningu á sviði fjármála á Íslandi.
  Á árunum fyrir bankahrunið 2008 óx fjármálakerfið á Íslandi töluvert og má nefna ótal marga aðila sem sinntu ekki skyldum sínum í takt við það, til að mynda ríkisstjórnina, stofnanir ríkisins, endurskoðendur, bankana og ýmis fyrirtæki. Fjármálaeftirlitið á Íslandi var ekki nægilega vel í stakk búið til þess að sinna eftirliti með fjármálafyrirtækjum á þessum tíma og er ljóst að fjármagn til eftirlitsins óx ekki í takt við fjármálakerfið. Einnig vantaði gríðarlega upp á tækniþekkingu innan Fjármálaeftirlitsins, búnað og eftirfylgni með ákvörðunum eftirlitsins.
  Í ritgerð þessari verður fjallað um fjármálaeftirlit á Íslandi og þá sérstaklega eftirlit með viðskiptabönkum og sparisjóðum. Í kjölfarið verður svo fjallað um aukna samvinnu innan Evrópu á sviði fjármálaeftirlits og hvaða áhrif nýjar tilskipanir Evrópusambandsins, sem gerðar voru í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar á árunum 2007 og 2008, hafa á fjármálaeftirlit hér á landi. Með aukinni samvinnu hefur ákveðið vald verið framselt frá íslenskum stofunum til evrópskrar eftirlitsstofnunar og verður í lok ritgerðar fjallað um stjórnskipuleg álitaefni sem koma upp í tengslum við innleiðingu nýrra reglugerða Evrópusambandsins um samevrópskt eftirlitskerfi með fjármálafyrirtækjum og verða þar raktar álitsgerðir Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar annars vegar, og álitsgerð Skúla Magnússonar hins vegar.

Samþykkt: 
 • 18.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26997


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Skemman.pdf451.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal.pdf502.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna