en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26999

Title: 
 • A prospective study on the short- and long-term outcome of inguinal hernia surgery
 • is Framsýn rannsókn á skamm- og langtíma árangri nárakviðslitsaðgerða
Submitted: 
 • April 2017
Abstract: 
 • is

  Inngangur: Nárakviðslitsaðgerðir eru með algengustu aðgerðum í almennum skurðlækningum. Aðgerðirnar er bæði hægt að framkvæma með opinni aðgerð eða með aðstoð kviðsjár. Helstu langtímafylgikvillar eru endurtekið kviðslit í 0,5-10% tilvika og langvinnir verkir/óþægindi hjá 8-25% sjúklinga. Tilgangur þessarar framsýnu rannsóknar var að kanna, í vel skilgreindu þýði, árangur nárakviðslitsaðgerða með sérstaka áherslu á tíðni endurtekinna kviðslita og langvinnra verkja/óþæginda.
  Efniviður og aðferðir: Alls voru í rannsókninni 452 sjúklingar, þar af 33 með tvíhliða nárakviðslit, samtals 485 kviðslit, sem gengust undir nárakviðslitsaðgerð hjá sama skurðlækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2010. Meðaldur var 56 ár (bil: 18-95) og 93% sjúklinganna voru karlar. Upplýsingar um sjúklinga og aðgerðir voru skráðar framsýnt og skurðlæknir mat erfiðleikastuðul aðgerðar (létt, miðlungs, erfið) að aðgerð lokinni og skoðaði sjúklinga fjórum vikum frá aðgerð. Fimm árum eftir aðgerð var öllum sjúklingum sendur spurningalisti þar sem var lagt mat á hvort verkir eða endurtekið kviðslit væru til staðar. Svarhlutfall var 82% og var miðgildi eftirfylgdar 5,5 ár (bil: 3,2-6,5).
  Niðurstöður: Í 87% tilfella var um fyrsta kviðslit að ræða en 13% voru með endurtekið kviðslit. Erfiðisvinnu stunduðu 180 sjúklingar (40%). Algengasta aðgerðartegundin var TEP kviðsjáraðgerð (Totally ExtraPeritoneal) sem var framkvæmd hjá 273 sjúklingum (56%). Meðal aðgerðartími var 45 mínútur (bil: 14-180). Helstu skammtímafylgikvillar voru margúll (1,9%), þvagtregða (1,1%) og sárasýking (1,1%). Þrír fjórðu (n=342, 76%) aðgerðanna voru framkvæmdar á dagdeild. Meðal innlagnarlengd þeirra 110 sjúklinga (24%) sem voru lagðir inn var 2,6 dagar (miðgildi 2 dagar, bil: 1-15). Við eftirlit fimm árum frá aðgerð var tíðni endurtekins kviðslits 2,5%, 2,3% fyrir fyrsta kviðslit en 3,6% fyrir endurtekið kviðslit. Tíðni langvinnra verkja/óþæginda var 19,5%. Áhættuþættir endurtekins kviðslits voru erfiðisvinna (ÁH 13,7, 95%-CI: 1,9 – 60,4), tæknilega erfið aðgerð (ÁH 7,2, 95%-CI: 1,6-32,7) og langvinnir verkir/óþægindi (ÁH 6,7, 95%-CI: 1,5-33,1). Sjúklingar með langvinna verki/óþægindi voru að meðaltali 5 árum yngri (p= 0,013) og höfðu oftar gengist undir aðgerð vegna endurtekins kviðslits (ÁH:3,7, 95%-CI: 1,9-7,1). TEP-aðgerð reyndist hins vegar minnka líkur á langvinnum verkjum/óþægindum (ÁH: 0,5, 95%-CI: 0,3-0,9).
  Ályktanir: Langtímaárangur reyndist mjög góður þar sem tíðni endurtekinna kviðslita var aðeins 2,5% fimm árum frá aðgerð. Hins vegar er staðreynd að svo löngu frá aðgerð eru langvinnir verkir eða óþægindi á nárasvæði vandamál hjá fimmta hverjum sjúklingi. Sjálfstæðir áhættuþættir endurtekins kviðslits eru erfiðisvinna og ef aðgerðin er tæknilega erfið. Ungir sjúklingar og þeir sem gangast undir aðgerð vegna endurtekins kviðslits eru líklegri til að vera með verki í langtíma eftirliti, hins vegar minnkar TEP aðgerð líkur á verkjum.

 • Introduction: Inguinal hernia repair is among the most common procedures in general surgery. During the last three decades, the treatment of inguinal hernia has changed with the introduction of open mesh techniques and laparoscopic procedures. Long-term complications include recurrences in 0.5‒10% of patients and chronic pain/discomfort in 8‒25% of cases. The aim of this prospective study was to evaluate the outcome of inguinal hernia repair at a single centre, focusing on recurrence rate and chronic pain/discomfort.
  Materials and methods: Altogether, 452 patients were included in the study, 33 of whom had bilateral hernias, giving a total of 485 inguinal hernias. The same surgeon performed all the operations in Akranes County Hospital between 1 January 2004 and 31 December 2010. Mean age was 56 years (range: 18‒95) and 93% of the patients were male. Patient demographics and operative data were collected prospectively and the operating surgeon assessed the technical difficulty of the operation (easy, medium, or difficult) and examined the patients four weeks postoperatively. All patients received a questionnaire evaluating recurrence and chronic pain/discomfort 5 years after surgery, 372 of whom responded (82%). Mean follow-up was 5.5 years (range: 3.2‒6.5).
  Results: The repairs were performed on 390 primary hernias (87%) and 62 recurrent hernias (13%). The occupational requirements of 180 patients (40%) were classified as heavy exertion. Totally extraperitoneal (TEP) was the most frequently performed repair, which was used in 273 patients (56%). The mean operative time was 45 minutes (range: 14‒180). The most frequent short-term complications were haematoma (1.9%), urinary retention (1.1%), and wound infection (1.1%). In threequarters of the cases (n = 342, 76%), the operations were performed in an outpatient setting. Mean hospital stay was 2.6 days (median: 2, range: 1‒15) for the 110 patients who were admitted (24%). At 5-year follow-up, the recurrence rate was 2.5% (2.3% for primary hernia and 3.6% for recurrent hernia) and 19.5% of patients reported having chronic pain/discomfort in the groin area. Independent risk factors for a recurrent hernia were strenuous work (OR: 13.7, 95% CI: 1.9‒60.4), technically difficult repairs (OR: 7.2, 95% CI: 1.6‒32.7), and chronic pain/discomfort (OR: 6.7, 95% CI: 1.5‒33.1). For chronic pain/discomfort, the independent positive predictors were young age and an operation for a recurrent hernia (OR: 3.7, 95% CI: 1.9‒7.1), with a TEP operation reducing the risk of chronic pain (OR: 0.5, 95% CI: 0.3‒0.9).
  Conclusions: The long-term results were satisfying, with a five-year recurrence rate of only 2.5%. Still of concern is the fact that chronic groin pain/discomfort was a problem for every fifth patient at long-term follow-up. Risk factors for recurrent hernia were heavy occupational exertion and a technically difficult operation. Young age and an operation for a recurrent hernia were risk factors for chronic pain/discomfort in long-term follow-up, but a TEP operation was independently associated with less chronic pain/discomfort.

Accepted: 
 • Apr 18, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26999


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Marta Rós Berndsen.pdf3.89 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
IMG_2852.JPG2.09 MBLockedYfirlýsingJPEG