is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27001

Titill: 
 • Hversu langt má ganga í að leggja saman galla til að ná gallaþröskuldi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á álitaefni í tengslum við beitingu gallaþröskuldar, bæði fyrir gildistíð lögfestingu þeirra og svo dómaframkvæmd í kjölfar setningu laga um fasteignakaup nr. 40/2002 (hér eftir skammstöfuð fkpl.). Kannað verður hvort mismunandi réttarreglur hafi áhrif á beitingu gallaþröskuldarins og þá með hvaða hætti.
  Í öðrum kafla verður stuttlega vikið að gallahugtakinu á sviði fasteignakauparéttar. Fjallað verður almennt um tilraunir til skilgreiningar þess og svo framsetningu hugtaksins í fasteignakaupalögum.
  Í þriðja kafla verður sjónum beint að því hvernig gallahugtak laganna er takmarkað. Gallaþröskuldur 2. málsl. 18. gr. fkpl. verður tekinn til skoðunar, inntaki hans lýst ítarlega og dómaframkvæmd rýnd í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvert hlutfall verðmætisrýrnunar fasteignar þurfi að vera svo hún komist yfir gallaþröskuldinn. Litið verður til hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo að til álita komi að gallaþröskuldinum verði beitt.
  Í fjórða kafla verður fjallað um þær réttarreglur sem geta haft áhrif á beitingu gallaþröskuldar 2. málsl. 18. gr. Gert verður grein fyrir reglunum um upplýsingaskyldu seljanda í fasteignaviðskiptum. Annars vegar verður fjallað um 26. gr. um skyldu seljanda til að veita upplýsingar og hins vegar 27. gr. fkpl. um skyldu hans til að veita réttar upplýsingar. Þá verður einnig fjallað nokkuð ítarlega um seinni gallaþröskuld fasteignakaupalaga en hann birtist í 21. gr. Rakin verða skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins með sambærilegum hætti og um 2. málsl. 18. gr. fkpl.
  Í fimmta kafla verður svo litið á með hvaða hætti þær réttarreglur er fram koma í 4. kafla geta haft áhrif á beitingu gallaþröskuldarins í 2. málsl. 18. gr. fkpl. Í megindráttum verða tvö álitaefni tekin til skoðunar. Skoðað verður hvort heimilt sé að leggja saman galla sem dæmdir eru á grundvelli mismunandi réttarreglna, þ.e. gallar sem dæmdir eru á grundvelli reglna um upplýsingaskyldu seljanda og galla er beygja sig undir gallaþröskuld 2. málsl. 18. gr. fkpl. Að lokum verður farið yfir fræðilegar vangaveltur um hugsanlega beitingu 21. gr. um minniháttar stærðarfrávik í tengslum við gallaþröskuld 2. málsl. 18. gr. fkpl.
  Að lokum verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í sjötta kafla. Þar verður reynt að svara þeim álitaefnum sem til umfjöllunar voru í fimmta kafla út frá dómaframkvæmd Hæstaréttar.

Samþykkt: 
 • 18.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd2017.pdf380.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Kristinn.pdf290.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF