en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27011

Title: 
 • Title is in Icelandic Staðfærsla og ímynd RÚV
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hver staðfærsla RÚV er og mæla í kjölfarið ímynd þess og bera þetta tvennt saman til þess að sjá hvort að samræmi sé þar á milli. Þar sem RÚV er almannaþjónustumiðill í eigu íslensku þjóðarinnar skiptir máli að það sinni hlutverki sínu og skyldu og að landsmenn upplifi það í raun og veru. Það er til þess að þjóðin finni þörfina fyrir ríkisfjölmiðil í landinu sem fjármagnaður er af henni til þess að mæta þörfum landsmanna. Þess vegna er mikilvægt að bera staðfærsluna og ímyndina saman svo að RÚV geti séð hvar það stendur og hvort að þörf sé á að koma staðfærslunni skýrar á framfæri.
  Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir til að greina staðfærslu RÚV og þar á eftir var gerð megindleg rannsókn til þess að mæla ímynd þess þar sem notast var við 14 ímyndarþætti. Við framkvæmd á megindlegri rannsókn var send út netkönnun sem 560 manns tóku þátt í þar sem kynja- og aldursdreifing var nokkuð jöfn. Helstu niðurstöður sýndu fram á að þrátt fyrir að ákveðnir þættir í staðfærslu RÚV séu að skila sér á sterkari og veikari hátt til fólks en aðrir þættir, þá er ímynd RÚV yfir heildina litið ekkert sérstaklega skýr. Skoðanir eru samt skiptar á meðal fólks og er því staðfærslan að skila sér betur til sumra en annarra. Einnig er staðfærslan almennt að skila sér betur til kvenna heldur en karla ásamt því að skila sér betur til fólks því yngra sem það er.

 • The objective of this research was to see RÚV‘s positioning and then subsequently measure its image and compare those two together to see if those two show parallel outcomes. Since RÚV is a public service broadcaster, owned by the nation of Iceland, it is critical that it fulfills its role and obligations and that the people experience it to be so. The nation has to feel the necessity to have a national media that is funded by the people in the country to meet its needs. That‘s why it is important to compare the positioning and the image so that RÚV can see where it stands and if there is a need to deliver the positioning in a clearer way.
  Qualitative research was used to identify RÚV‘s positioning and later quantitative research was used to measure its image where 14 image elements were used. To perform the quantitative research, an internet survey was sent out and 560 individuals participated where the gender and age distribution was quite equal. Key findings showed that even though certain elements in RÚV‘s positioning are being delivered in a stronger or weaker way to people than other elements, RÚV‘s image overall isn‘t particularly clear. Opinions are quite divided among the people so the positioning is being delivered more sufficiently to some than others. The positioning is also in general being delivered more sufficiently to women than men, as well as being delivered more successfully to people the younger they are.

Accepted: 
 • Apr 18, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27011


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Símon Jóhannesson- Staðfærsla og ímynd RÚV.pdf645.1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing%20fyrir%20skemmuna.pdf297.01 kBLockedYfirlýsingPDF