is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27012

Titill: 
 • Sár á Austurlandi: Lýsandi rannsókn á algengi sára, sárameðferð og kostnaði sárameðferðar.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Bakgrunnur: Sár eru algeng, fjölbreytt og oft á tíðum krefjandi verkefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Langvinn sár eru vaxandi vandamál sem eru hjá of mörgum sjúklingum vangreind og vanmeðhöndluð sem leiðir til óþarfa þjáninga og óþarflega hás rekstrarkostnaðar heilbrigðisstofnana. Skortur er á upplýsingum um algengi sára, orsakir þeirra, meðferð og kostnað sárameðferðar.
  Markmið: Að varpa ljósi á hversu margir sjúklingar þurfa aðstoð heilbrigðisstarfsfólks vegna sárs innan sjúkrahúsa og utan í dreifbýli, orsakir sáranna og hvernig þeim er sinnt. Einnig að reikna kostnað við sárameðferð og finna mögulegar leiðir til að draga úr óþarfa kostnaðarútlátum í heilbrigðisþjónustu með því að veita gagnreynda rannsóknarmiðaða þjónustu.
  Aðferð: Þversniðsrannsókn og kostnaðargreining. Spurningalisti var sendur á öll sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimili á Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs (20 einingar). Um er að ræða 15.000 km2 svæði með 10.860 íbúa. Heilbrigðisstarfsfólk var beðið um að fylla út spurningalista um hvern þann einstakling með sár sem þarfnaðist meðferðar á ákveðnu tímabili. Gagnasöfnun fór fram í febrúar og mars árið 2014, tók tvo daga á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum og viku á heilsugæslum og í heimahjúkrun.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 100%. Alls fundust 40 einstaklingar með sár, algengi 3.7 á hverja 1000 einstaklinga í þýði. Alls voru 22% inniliggjandi sjúklinga á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands með sár. Helstu sárgerðir voru bráðasár (36%), þrýstingssár (15%), bláæðasár á fótlegg (20%), fótasár (9%) og aðrar sárgerðir (20%). Hver sjúklingur var að meðaltali með 1,5 sár. Flestum sjúklingum var sinnt utan sjúkrahúsa (70%) af hjúkrunarfræðingi eingöngu (80%). Algengast var að skipt væri á sárum daglega eða annan hvern dag (60%). Hjá meira en helmingi sjúklinga (58%) hafði ekki verið stuðst við sjúkra-/hjúkrunargögn við greiningu á orsök sárs. Á eftir kostnaði vegna inniliggjandi sjúklings með sár voru tími hjúkrunarfræðinga og fjöldi umbúðaskipta í hverri viku stærstu kostnaðarliðir. Áætlað var að sá tími sem hjúkrunarfræðingar vörðu í sárameðferð samsvari 1,3 stöðugildi hjúkrunarfræðings.
  Ályktanir: Niðurstöður benda til að algengi sára á Austurlandi sé svipað og í sambærilegum erlendum rannsóknum. Ósamræmi í umbúðanotkun og tíðni umbúðaskipta bendir til skorts á samræmdu verklagi. Þörf er á fræðslu og innleiðingu gagnreyndra starfshátta í sárameðferð í heilbrigðisþjónustu. Markviss stefnumótun gæti lækkað algengi sára og fylgikvilla og skilað verulegum kostnaðarábata. Þörf er á frekari rannsóknum.
  Lykilorð: Sár, algengi, sárameðferð, fylgikvillar, kostnaður.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Background: Wounds are a common, diverse and at times a demanding task for health care professionals. Chronic wounds are an increasing problem that are misdiagnosed and mistreated in too many patients which leads to unnecessary suffering and high resource cost in the health care system. Information on prevalence, care and cost is lacking.
  Goal: To identify how many patients are in need for professional assistance regarding a wound within hospitals and community service, how they are diagnosed and treated. Also to estimate cost devoted to wound care and find potential means to reduce unnecessary cost expenditure in health care by providing evidence based service.
  Method: Point prevalence study and cost evaluation. A questionnaire was sent to every hospital, health clinic and nursing homes in East Iceland from Vopnafjördur to Djúpivogur (20 units). The area is 15.000 km2 and population 10.860. Healthcare professionals were asked to complete a data collection form for every patient with a wound treated during the predefined audit period. Data collection took place in February and March 2014 over two days in hospitals and one week in community care.
  Results: Response rate was 100%. A total number of 40 individuals with a wound were identified, prevalence 3.7 per 1000 population. In total 22% of hospitalized patients had a wound. Main wound types were acute wounds (36%), pressure ulcers (15%), venous leg ulcers (20%), foot ulcers (9%) and other wound types (20%). Each patient had on average 1.5 wounds. Most patients were treated in community care (70%) by a nurse only (80%). Dressings were most often (60%) changed daily or every other day. Patient- or nursing records had not been used to help diagnose cause of wound for more than half of the patients involved (58%). After total cost affiliated with wound related hospitalization, nursing time due to wound care and frequency of dressing change were the biggest drivers in resource consumption. Nurses time was equivalent to 1.3 full-time nurse positions.
  Conclusion: Prevalence rates and other results are similar to other studies in this field. Inconsistency in diagnosis, dressing use and frequency of dressing change points to a lack of coordinated measures. Evidence based practice for wound care is needed in the Icelandic health care system. A targeted, strategic and coordinated policy in the health care system could reduce wound prevalence and complications that result in cost benefits. Further research is needed.

Athugasemdir: 
 • Guðbjörg Pálsdóttir, meistaranámsnefnd
Samþykkt: 
 • 18.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing í skemmuna.pdf247.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistararitgerð- prentað eintak.pdf6.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna