is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27019

Titill: 
  • Hvárt skal nú búa til seyðis? Samantekt á seyðum sem fundist hafa á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Markmiðið með þessari rannsókn er að komast að því hvað seyðar eru. Seyðar komu til landsins með fyrstu landnemunum, sem hluti af menningararfi þeirra, og eiga sér því langa sögu hér á landi. Til að byrja með verður farið yfir aðferðir og því næst stuttlega yfir innlenda og erlenda rannsóknarsögu seyða. Þar á eftir verður útskýrt hvað seyðir er og hvað teljist ekki vera seyðir. Í því sambandi verður fjallað um niðurgrafin mannvirki sem svipa til seyða og útskýrt hvers vegna þau eru ekki seyðar. Því næst verður fjallað um seyða á Íslandi og þær tegundir sem fundist hafa hér á landi. Þá verður farið yfir alla þá seyða sem hér hafa fundist, þeim lýst og einnig er fjallað stuttlega um þá uppgrefti sem seyðarnir fundust við. Öllum upplýsingum sem hægt var að finna um seyðana var safnað saman svo sem stærð þeirra og lögun en einnig innihald og lagskiptingu jarðlaga ef sá möguleiki var fyrir hendi. Auk þess er gerð grein fyrir stöðu seyðana á hverju uppgraftarsvæði fyrir sig. Að lokum eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.

Samþykkt: 
  • 25.4.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin loka.pdf2.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf75.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF