is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27022

Titill: 
 • Lyfjameðferð aldraðra á hjúkrunarheimili: Greining með STOPP/START skilmerkjum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að nota STOPP skilmerkin til að greina tíðni mögulega óviðeigandi lyfjameðferðar hjá öldruðum íbúum á hjúkrunarheimilunum. Farið var yfir lyfjameðferð íbúanna og hún borin saman við skráðar sjúkdómsgreiningar og færnibreytur. STOPP skilmerkjum var svo beitt til að greina mögulega óviðeigandi lyfjameðferð hjá íbúum heimilanna.
  Inngangur: Fjöllyfjanotkun hjá öldruðum er algengt vandamál, sérstaklega á hjúkrunarheimilum. Notkun STOPP skilmerkjanna snýst um það að reyna að koma með ábendingar fyrir mögulega óviðeigandi lyfjameðferð svo sem tvöfalda lyfjameðferð innan sama flokks, ranga skammta, eða lyf sem ætti að varast hjá einstaklingum með fjölkvilla þegar önnur öruggari lyf eru til.
  Aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Gagnasöfnun stóð yfir í tæpar 8 vikur. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn, meðferðarmarkmið, dvalartíma á öldrunarheimilinu, lyfjameðferðir, fjölda lyfja, sjúkdómsgreiningar sem skráðar voru í heilsufarsyfirlit og niðurstöður blóðmælinga. Úr RAI mati voru fengin stig úr kvörðum á færni í athöfnum daglegs lífs, vitrænni getu og breytingu á ástandi (lífskvarði). Notast var svo við 2. útgáfu STOPP skilmerkjanna til að greina mögulega óviðeigandi lyf.
  Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að 95,4% þátttakenda í rannsókninni voru á mögulega óviðeigandi lyfjameðferð. Algengastu ástæður voru að lyf væru notuð án skráðrar ábendingar, notuð í of langan tíma eða lyf væru óviðeigandi (t.d. geðrofs-, benzódíazepín- og z-svefnlyf). Ófullkomin skráning ábendinga var algeng.
  Ályktanir: Draga má þá ályktun að mögulega óveiðeigandi lyfjameðferð geti verið algeng á íslenskum hjúkrunarheimilum. Bætt skráning og notkun STOPP skilmerkja gæti bætt gæði lyfjameðferðar.

Samþykkt: 
 • 27.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samþykki.pdf419.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Meistaraverkefni%20lokaútgáfa%20-%20skemman.pdf2.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna