en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/27026

Title: 
  • Title is in Icelandic Af menningu getur stafað hætta: Hvað er það í norrænni goðafræði sem heillar nasista og önnur öfgasamtök?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvernig norræn goðafræði hefur verið notuð í áróðursskyni til réttlætingar á nasisma og kynþáttahatri. Einnig verður skoðað hvernig rasismi blandast við gerð afþreyingarefnis sem tengist norrænni goðafræði. Á veraldarvefnum má finna margar erlendar heimasíður sem hafa tengingar við ásatrú en sumar síðurnar predika nýnasisma. Norrænar sögur og fornkvæði eru þar tekin úr samhengi, þýdd og endurrituð á þann hátt sem hentar hverju sinni. Undirrót nasismans er að finna í þjóðernishyggju sem spratt upp í Evrópu á nítjándu og tuttugustu öld. Norður-Evrópuþjóðirnar notuðu menningararf sinn til að upphefja þjóð sína en mestu snillingar í menningarlegum áróðri sem studdust við norræna goðafræði voru Þjóðverjar. Það veldur ákveðnum vangaveltum hvers vegna einn af upphafsmönnum nasismans í Þýskalandi, Guido von List, heillaðist svo mikið af norrænni goðafræði að hann sneri sér frá kristinni trú og norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem framdi ódæðisverk í Útey, kom með yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki kristinn heldur aðhylltist ásatrú. Kenningar List þróuðust yfir í nasistastefnu Þriðja ríkisins sem endaði með seinni heimsstyrjöldinni en Breivik hefur eignast fjölda aðdáenda víða um heiminn og einn angi af því er stofnun öfgasamtakanna Hermanna Óðins sem kenna sig við ásatrú. Í ritgerðinni verður leitað svara við spurningunni hvers vegna norræna goðafræðin er svo eftirsóknarverð hjá ákveðnum öfgahópum eins og nýnasistum og rasistum. Íslendingar vilja gjarnan kenna sig við víkinga þó svo að einungis hluti af þeim hafi lagst í víking. Víkingarnir höfðu þó á sér frekar slæmt orðspor vegna hegðunar sinnar þar sem þeir fóru víða um og rændu, myrtu og hnepptu fólk í þrældóm. Fyrstu landnemarnir á Íslandi voru meðal annars ásatrúarmenn og íslenskar fornsögur fjalla mikið um bardaga og hefndir. Líklegast er að áhugi öfgasamtakanna á fornum norrænum ritum tengist hetjudáðum og aðdáun á goðunum, sérstaklega bardagaafrekum þeirra auk þess sem ásatrúin var aðallega iðkuð af mönnum af hvítum norrænum kynstofni.

Accepted: 
  • Apr 27, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27026


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Olga Lúsía Pálsdóttir ÍSE261L BA-ritgerð.pdf403.3 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing Olga Lúsía Pálsdóttir.pdf3.69 MBLockedYfirlýsingPDF