Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27027
Það var árið 1918 sem Ísland öðlaðist fullveldi en fram að því hafði það verið að mestu
leyti undir stjórn Danmerkur, þó hafði nokkurt vald flust til Íslands fyrir þann tíma. Þannig
voru Ísland og Danmörk eitt og sama ríkið um alda skeið. Upp frá þeirri stundu er Ísland
varð fullvalda tók íslenska flokkakerfið að þróast og taka á sig mynd. Danska flokkakerfið
hefur líka verið að þróast eins og flest kerfi gera með tímanum.
En hversu ólík eða lík eru kerfi landanna tveggja Íslands og Danmerkur?
Viðfangsefni ritgerðarinnar er samanburður á flokkakerfi Íslands og Danmerkur og
athugun á því hvort líkindi séu milli meginflokka stjórnmálaflokka sem er að finna í
flokkafjölskyldum hvors lands fyrir sig og er þar stuðst við kenningar til útskýringar. Er það
til þess að komast að því hvernig flokkakerfi Íslands og Danmerkur hafa þróast eftir
aðskilnað ríkjanna. Þá er reynt að komast að því hvort eitthvert mynstur sé í þróuninni,
þar sem stjórnmálaflokkar sem áherslur leggja á sömu atriðin eigi upp á pallborðið í
ríkjunum tveimur. Eða hvort þau hafi haldið sitt í hvora áttina eftir aðskilnað. Ritgerðin
byggir á fyrirliggjandi heimildum og fræðilegum gögnum.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að þegar flokkakerfi Íslands og Danmerkur eru
borin saman má sjá að þau eru að mörgu leyti lík. Báðum flokkakerfunum var komið á fót
rétt fyrir aldamótin nítjánhundruð og þróuðust svipað fyrstu árin þegar stjórnmálaflokkar
voru að feta sín fyrstu spor í kerfinu. Flokkakerfin breyttust lítið og þróuðust í það að verða
frosin þar sem að endurnýjun meðal flokka var mjög takmörkuð. Hins vegar fóru bæði
flokkakerfin í gegnum breytingar þegar sprenging varð í fjölda flokka á þingi. Gerðist það
árið 1973 í Danmörku að kjósendur fóru að kjósa eftir nýjum klofningsþáttum sem nýir
flokkar sáu tækifæri í með því að sækja fylgi sitt til þeirra. Má heimfæra þær aðstæður á
kosningarnar á Íslandi árið 2016.
Þrátt fyrir ólík tímabil sem flokkakerfin gengu í gegnum áttu gömlu rótgrónu
stjórnmálaflokkarnir í löndunum báðum, sem lengst af hafa verið í forystuhlutverkum,
haft visst kjörfylgi. Hefur hlutfall þeirra flokka af heildarfylginu farið minnkandi sem
tryggði þeim áhrif þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þrátt fyrir fylgissveiflur í gegnum tíðina
er ekki hægt að segja það að kerfin í Danmörku og Íslandi séu að sveiflast milli öfga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 1.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf.jpg | 228.91 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |