is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27030

Titill: 
 • Þróun á aðferðum til einangrunar á exósómum með últrasíun og súluaðskilnaði eftir stærð (SEC)
 • Titill er á ensku Method development for exosome isolation with ultrafiltration and size-exclusion chromatography (SEC)
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áhugi meðal vísindamanna á exósómum sem ný kynslóð örlyfjabera hefur aukist hin síðari ár. Exósóm eru litlar (30-120 nm) agnir með tvöfalda lípíð himnu. Þær eru myndaðar af frumum líkamans og flokkast til utanfrumubóla (EVs). Helsti kostur exósóma fram yfir örlyfjabera sem eru á markaði í dag er sá að exósóm eru innrænar (e. endogenous) bólur. Þar af leiðandi eru exósómin ekki fjarlægð úr líkamanum af ónæmiskerfinu, hafa meiri stöðugleika í blóði og vefjum ásamt því að ratvísi (e. homing) þeirra að markvef eru þeim eðlislæg.
  Fjöldi aðferða hafa verið notaðar til exósóm einangrunar sem sýnir að vísindamenn eru ekki sammála hvað einangrunarleið sé best að fara. Mikilvægt er að sú aðferð sem verður valin til einangrunar á exósómum sem örlyfjabera feli í sér nálgun sem leiðir til hreinna, lífvirkra exósóma í nægjanlegu magni til lyfjafræðilegrar notkunar. Því var markmiðið með þessari rannsókn að meta hæfni últrasíunar og SEC til exósóm einangrunar með tilliti til hreinleika og lífvirkni.
  Niðurstöður okkar sýna að últrasíun ásamt SEC virkar til að einangra exósóm. Exósómin eru helst að finna í fyrsta topp SEC og er stærð þeirra um 20 nm, mæld í rafeindasmásjá. Exósómin eru ekki menguð af próteinum frymisnetsins og confocal smásjárgreining gefur sterklega til kynna að exósóm viðhalda upptökuvirkni sinni og því líffræðilegri virkni eftir einangrun. Aðgreiningarhæfni HiPrep súlunnar var ágæt í fyrstu sýnum en minnkaði þegar leið á rannsóknina sem bendir til þess að prótein eða lípíð séu að festast inni á súlunni og því þörf á fleiri hreinsunarskrefum.
  Þessi aðferð mun því nýtast áfram við að einangra exósóm frá öðrum frumulínun sem hefur verið breytt með endurröðun (e. recombinant cell lines) með það að markmiði að gefa frá sér lyfjafræðilega virk exósóm.

 • Útdráttur er á ensku

  Interest among scientists on exosomes as a new generation of nanocarriers has increased in the past years. Exosomes are small (30-120 nm) particles with lipid bilayer. They are biosynthesized by the cells of the body and are classified as extracellular vesicles. Their main advantage over nanocarriers that are on the market today is that exosomes are endogenous vesicles. Therefore, the immune system will not remove the exosomes from the body, they have greater stability in blood and tissue, as well as the fact that their homing to target tissues occurs naturally.
  Multiple methods have been used to isolate exosomes, showing that scientists do not agree what is the preferred method. It is important that the method that will be chosen for the isolation of exosomes as a nanocarrier includes an approach leading to isolation of pure, biologically activity exosomes in sufficient quantities for pharmacological use. The aim of this study was therefore to estimate wheather ultrafiltration combined with SEC method was sufficient to isolate pure and biological active exosomes.
  The results show that ultrafiltration with SEC in continuation works for exosome isolation. The exosomes are mostly found in the first peak from SEC and their size is around 20 nm, measured in transmission electron microscope. The exosomes are not contaminated by endoplasmic reticulum proteins and the results from confocal microscopy strongly indicate that the exosomes maintain their uptake activity in the cell line and therefore their biological activity. The HiPrep column was successful to resolve the eluted peaks from the first samples but then the resolution declined with time, suggesting that proteins or lipids are adhering inside the column and increased cleaning steps are needed.
  This method will therefore be useful to isolate exosomes from recombinant cell lines with the purpose to release pharmacologically active exosomes.

Samþykkt: 
 • 28.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun á aðferðum til einangrunar á exósómum með últrasíun og súluaðskilnaði eftir stærð -SEC-.pdf3.02 MBLokaður til...01.01.2027HeildartextiPDF
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna MS verkefni Lyfjafræði Aníta.pdf24.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF