is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27033

Titill: 
 • „Við höfum tekið það upp“: Söguleg greining á formgerðum með sögn í fallhætti, andlag og ögn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í nútímaíslensku eru til tveir orðaröðunarmöguleikar sagnar í fallhætti, andlags og agnar: sögn – ögn – andlag (SÖA), sbr. „Ég skal taka til bækurnar“, og sögn – andlag – ögn (SAÖ), sbr. „Ég skal taka bækurnar til“. Fyrr á öldum voru líka aðrar formgerðir af þessu tagi virkar: andlag – ögn – sögn (AÖS), sbr. „Ég skal bækurnar til taka“, og ögn – sögn – andlag (ÖSA), sbr. „Ég skal til taka bækurnar“. Örfá dæmi er að finna líka um fimmtu formgerð: andlag – sögn – ögn (ASÖ), sbr. „Ég skal bækurnar taka til“.
  Saga þessara orðaröðunarmöguleika er viðfangsefni lokaverkefnisins. Stefnt er að því að athuga og útskýra dreifingu þeirra fram eftir öldum.
  Grunur leikur á því að formgerðin ÖSA hafi gegnt hlutverki í þróun fyrirbærisins. ÖSA var líklega sprottin upp úr AÖS með færslu andlags til hægri. Á yfirborðinu var andlagið á eftir sögninni í ÖSA þannig að líklegt er að hún hafi verið endurtúlkuð sem partur af SA-formgerðinni, þ.e. sambærileg formgerð við SAÖ og SÖA þar sem andlag er á eftir sögninni. Vegna þessarar endurtúlkunar hefur ÖSA sennilega hnignað. AÖS hefur hins vegar verið hægar á undanhaldi þar til að fjara út á 19. öld í samræmi við AS-formgerðirnar almennt.
  Til þess að rökstyðja þessa tilgátu er leitað að dæmum um orðaröðunarmöguleikana frá Sögulega íslenska trjábankanum (IcePaHC). Dreifing formgerðanna fram eftir öldum er athuguð frá ýmsum sjónarhornum (fornafn sem haus andlags, nafnorð eða eiginnafn sem haus andlags o.s.frv.).
  Út frá gögnum trjábankans kemur í ljós að ÖSA hnignaði mjög hratt á 17. öld. AÖS
  byrjaði hins vegar að vera hægar á undanhaldi frá þeirri öld. Þetta bendir til þess að ÖSA hafi verið endurtúlkuð á því tímabili sem SA-formgerð. AÖS varð á undanhaldi vegna samkeppninnar með SÖA og SAÖ og fjaraði svo út á 19. öld í samræmi við AS-formgerð.

Samþykkt: 
 • 28.4.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð.pdf377.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing meðferðar.pdf150.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF
gagnasafn IcePaHC.xls1.11 MBOpinnFylgiskjölMicrosoft ExcelSkoða/Opna