is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27041

Titill: 
 • Lyfjanotkun á meðgöngu
 • Titill er á ensku Use of medication during pregnancy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Einnig að kanna notkun vítamína, steinefna, fitusýra og náttúruvara. Viðhorf kvennanna, lækna og ljósmæðra í tengslum við lyfjanotkun á meðgöngu var einnig skoðað ásamt upplýsingagjöf og upplýsingaöflun.
  Aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á Landspítalanum á tímabilinu janúar til apríl 2017. Spurningalisti var lagður fyrir þungaðar konur gengnar 20 vikur á leið í formi viðtals. Einnig var spurningalisti sendur rafrænt á lækna í Læknafélagi Íslands og ljósmæður í Ljósmæðrafélagi Íslands.
  Niðurstöður: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu. Um 80% lyfjanna falla í öryggisflokka A og B. Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólinsýru fyrstu 12 vikur og voru tengsl við ungan aldur (p = 0,019) og búsetu á landsbyggð (p = 0,03). Hlutfall kvenna sem notuðu náttúruvörur var 14% en upplýsinga skortir um notkun þeirra á meðgöngu. Mikill meirihluti kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar lyfi var ávísað og 94% þeirra taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu. Algengast var að leita á internetið (51%) eða til ljósmóður (44%). Um 40% lækna og ljósmæðra telja aðgengi að upplýsingum um lyf á meðgöngu ábótavant og 50% telja krefjandi að túlka þær upplýsingar sem til eru þannig að þær nýtist í klínísku starfi. Læknar og ljósmæður telja sig almennt hæf (61%) til að ávísa/ráðleggja lyfjum til þungaðra kvenna en ekki að veita ráðleggingar varðandi fósturskemmandi áhrif náttúruvara (24%). Meirihluti lækna og ljósmæðra (77%) vill fræðast meira um náttúruvörur.
  Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lyfjanotkun og notkun bætiefna á meðgöngu sé algeng. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Þungaðar konur hafa rökrétt og alla jafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu en þó mætti draga úr óþarfa áhyggjum hluta kvenna. Læknar og ljósmæður telja sig almennt hæf til að ávísa/ráðleggja lyfjameðferð á meðgöngu en tækifæri er til að bæta upplýsingaveitur fyrir fagaðila. Benda niðurstöðurnar til þess að bæta þurfi þekkingu lækna og ljósmæðra á náttúruvörum.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: To investigate the use of medication during the first 20 weeks of pregnancy. Also the use of vitamins, minerals, fatty acids, herbs and other natural products. Information and attitude towards use of medication during pregnancy was also examined among pregnant women, midwives and physicians.
  Methods: The study was conducted at Landspitali, The National University Hospital of Iceland, from January to April 2017. A questionnaire was submitted to pregnant women in an interview. An online questionnaire was sent via e-mail to physicians and midwives.
  Results: About 90% of the 213 participants used medication once or more often during the first 20 weeks of pregnancy. About 80% of the medicines belong to safety classes A and B. Only 14% of the women did not use folic acid which was associated with lower age (p = 0,019) and residence in rural areas (p = 0,03). Natural products were used by 14% but information about their safety is lacking. The majority (81%) was satisfied with the information they received when a drug was prescribed to them and 94% said they had sufficient access to information about medication during pregnancy. The most commonly used sources of information were the internet (51%) and midwives (44%). About 40% of the physicians and midwives found access to information about medication during pregnancy insufficient and 50% found it difficult to interpret the information available. Two thirds (61%) felt qualified to prescribe/counsel medication to pregnant women but not to give advice about teratogenic effects of natural products (24%). Most physicians and midwives (77%) want to learn more about natural products.
  Conclusion: Use of medication and supplement during pregnancy is common. Most medicines being used are safe. Pregnant women have a logical and generally positive attitude towards medication use during pregnancy but there are still some women that have unnecessary worries. Physicians and midwives feel qualified to prescribe/counsel medication to pregnant women but there is an opportunity to make improvements regarding information sources for professionals. According to the results of this research there is need to improve physicians’ and midwives’ knowledge about natural products.

Samþykkt: 
 • 2.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lyfjanotkun-á-meðgöngu-Unnur-Sverrisdottir-MS-2017 júní.pdf4.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Lyfjanotkun á meðgöngu 2017 Unnur Sverrisdóttir.pdf269.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF