is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/27048

Titill: 
  • Lyfjaatvik á Barnaspítala Hringsins. Orsakir og leiðir til úrbóta
  • Titill er á ensku Medication errors at Children’s Hospital Iceland. Causes and ways for improvement
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Atvik innan heilbrigðisþjónustu, þar með talin lyfjaatvik, eru almennt lítið rædd. Minna er til af upplýsingum um lyfjaatvik hjá börnum en fullorðnum, en lyfjagjöf og lyfjaávísanir eru vandasamari hjá þeim. Hræðsla við viðbrögð sjúklings, aðstandenda og vinnustaðar getur valdið því að atvikaskráning verði ófullnægjandi. Til þess að auka öryggi sjúklinga er mikilvægt að atvik séu skráð og brugðist við þeim eins og kostur er. Opin umræða um atvik og góð atvikaskráning er ekki einungis mikilvæg fyrir öryggi á spítalanum heldur skapar hún einnig þægilegra vinnuumhverfi fyrir allt starfsfólk spítalans. Ekki hefur verið framkvæmd rannsókn á algengi og eðli lyfjaatvika hjá börnum á sjúkrahúsum á Íslandi. Þetta er mikilvægt viðfangsefni því þessi sjúklingahópur er á margan hátt í meiri hættu á lyfjaatvikum en fullorðnir auk þess sem afleiðingar þeirra eru oft alvarlegri en hjá fullorðnum.
    Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst í því að kanna orsakir og eðli lyfjaatvika sem orðið hafa innan Barnaspítala Hringsins. Mikilvægt er að komast að því hver algengustu atvikin eru og hvaða úrbætur eru mögulegar til þess að koma í veg fyrir endurtekin atvik af sama tagi. Um er að ræða afturskyggna gæðarannsókn. Lyfjaatvik hjá börnum á árunum 2007-2016 voru fundin í atvikaskráningu spítalans. Á árunum 2007-2016 voru 659 atvik tilkynnt á Barnaspítalanum en þar af voru 239 eða 36% atvika skráð sem lyfjatengd atvik. Algengast var að lyfjagjöf væri röng eða ekki í samræmi við fyrirmæli, þar af var algengast að rangur skammtur væri gefinn. Næst algengast var að lyfjafyrirmæli væru ófullnægjandi eða röng. Þau atvik eru sem betur fer oft uppgötvuð áður en sjúklingi er gefið lyf sem undirstrikar mikilvægi samlesturs. Atvikaskráningu þyrfti að kynna betur fyrir starfsfólki Barnaspítalans vegna þess hve gagnleg hún getur verið til þess að auka lyfjaöryggi.
    Lykilorð: Lyf, atvik, börn, orsakir, úrbætur

  • Útdráttur er á ensku

    Limited information is available on medication errors in general and even less on medication errors in children than in adults. As children require more intricate prescriptions and drug administrations than adults this topic needs attention. Fear of negative reactions when mistakes are reported may result in insufficient incident reporting, but in order to increase patient safety, it is important to record incidents and identify causes. Unreserved discussion and good incident reporting are not only paramount for medication safety; it also creates a more comfortable working environment for all hospital staff. There are no studies on the prevalence and the nature of medication errors in children in hospitals in Iceland. This is an important topic as children are in many ways at greater risk for medication errors than adults. Medication errors also often have a more serious ramification in children than adults. It is, therefore, important to research the causes and what sort of medication errors occur in the Children's Hospital in Iceland. It is important to determine what kind of errors are most common and what can be done to improve procedure policies to prevent recurrent errors. This is a retrospective quality study where medication errors made in children between 2007-2016 were found in the hospital's incident records. Between 2007-2016, 659 incidents were reported at Children's Hospital Iceland, of which 239 or 36% were reported as drug-related. Errors were most commonly made in drug administration of which administration of the wrong dose was the most common. Inadequate or incorrect prescriptions were the second most common type of error. Errors in prescription are, fortunately, commonly discovered before reaching the patient, which emphasizes the significance of double checking. Incident reporting needs to be encouraged at Children's Hospital Iceland because of its usefulness in enhancing drug safety.
    Keywords: Medication, incident, children, cause, improvement

Samþykkt: 
  • 2.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistarritgerð_StSelma_Prenta.pdf3.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf26.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF