is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2705

Titill: 
  • Munur á gæðum hreyfistjórnar í mjóbaki á milli iðkenda með mismunandi áherslu í þjálfun: Samanburður á handboltakonum og kvendönsurum
Titill: 
  • The quality of motor control in lower back between athletes with different approach in training: comparing female team handball players and female dancers
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakverkir eru algengir og er léleg hreyfistjórn talin geta verið ein af orsökum fyrir því. Góð
    hreyfistjórn getur minnkað líkur á bakverkjum og meiðslum hjá íþróttamönnum og bætt
    einstakling sem íþróttamann. Spurning er hvernig best sé að þjálfa hreyfistjórn.
    Markmið: Meta gæði hreyfistjórnar í mjóbaki hjá íþróttakonum með ólíka nálgun í þjálfun.
    Tveir hópar voru prófaðir, dansarar og handboltakonur.
    Aðferð: 40 þátttakendur, 20 í hvorum hóp. Gerð voru hreyfistjórnarpróf; lengd lundarvöðva,
    hæð og þyngd mæld; og lagður fyrir spurningarlisti um æfingaálag og bakverki.
    Niðurstöður: Hreyfistjórn dansara var marktækt betri en handboltakvenna. Lundarvöðvi var
    að jafnaði ívið lengri hjá handboltakonum en þó ekki marktækt. Ekki var marktækur munur á
    bakverkjum milli hópa. Lengd lundarvöðva hafði ekki áhrif á bakverki.
    Ályktun: Æfingaform hefur áhrif á gæði hreyfistjórnar. Íþróttafólk ætti því að þjálfa
    hreyfistjórn sérhæft.

Samþykkt: 
  • 18.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil_fixed.pdf654.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna