is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27050

Titill: 
  • Íslenskur sjávarútvegur: Hefur kvótakerfið skilað meiri verðmætum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvótakerfið svokallaða var tekið upp árið 1984 með lögum frá Alþingi Íslendinga. Allt frá þeim tíma hafa gagnrýnisraddir verið uppi um framkvæmd og tilurð kerfisins. Í ritgerð þessari verður leitast eftir að svara þeirri spurningu hvort kvótakerfið hafi skilað meiri verðmætum til þjóðarbúsins. Tilgangurinn er sá að komast að því hvort kerfið hafi skilað tilætluðum árangri. Til þess að svara þeirri spurningu verða hafðar til hliðsjónar þrjár kenningar í stjórnmálafræði ásamt ýmsum öðrum gögnum og upplýsingum sem orðið hafa til á yfir þrjátíu ára líftíma kerfisins. Færð eru rök fyrir því að aukin verðmætasköpun hafi átt sér stað samfara aukinni sjálfbærni í sjávarútvegi á Íslandi með tilkomu kvótakerfisins. Einnig eru færð rök fyrir því að með tilliti til sögulegrar stofnanahyggju hafi kvótakerfið fest sig í sessi til nánustu framtíðar. Með hliðsjón af frjálshyggju hafi kvótasetning á nytjastofnum við Íslandsstrendur skilað tilætluðum árangri með tilliti til verndunar fiskistofnanna.

Samþykkt: 
  • 2.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27050


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Scan 1..pdf1.42 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Bjarki Þór Guðmundsson.Final.pdf651.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna