is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27051

Titill: 
 • Magnbundin greining á persónueinkennum og lyfjanotkun sjúklinga á legudeildum á Háskólaspítalanum í Utrecht í Hollandi, á árunum 2012-2016
 • Titill er á ensku Quantitative analysis of inpatient characteristics and drug utilisation in a large university hospital in the Netherlands during the years 2012-2016
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnnur: Lyfjanotkunar rannsóknir hafa verið gerðar á sjúklingum í áratugi og það er til aragrúi af gögnum um lyfjanotkun, þá aðallega um notkun sjúklinga sem koma á heilsugæslu með vandamál og fá lyf uppáskrifað og sækja lyfið í apótek án þess að vera lagðir inn. Lítið er
  hinsvegar vitað um lyfjanotkun legudeildarsjúklinga; sjúklinga sem þarf að leggja inn á spítala.
  Ástæða þess er skortur á gögnum sem gefa innsýn í slíka notkun. UPOD
  sjúklingagagnagrunnur háskólasjúkrahúss í Utrecht inniheldur allar upplýsingar um lyfjanotkun sjúklinga inni á spítala og lýðfræði þeirra. Þetta risa gagnasafn er hægt að nota til að rannsaka lyfjaávísanir lækna á sjúkrahúsinu.
  Markmið: Að leggja mat á breytingar á persónueinkennum sjúklinga og lyfjanotkun inni á háskólasjúkrahúsinu í Utrecht á seinustu fimm árum (2012-2016) og athuga mögulegar breytingar á milli ára hvað varðar lyfjagjafir sjúklinga.
  Aðferðir: UPOD gagnasafnið var notað til að skoða öll lyf sem voru uppáskrifuð á spítalanum á árunum 2012-2016 á öllum legudeildum nema bráðadeild og gjörgæsludeild. Lyfjagjafir voru skoðaðar sem hlutfall af ársnotkun allra lyfja og breytingar á því hlutfalli ár frá ári.
  Niðurstöður: Yfir þessi fimm ár voru 154,513 innlagnir fyrir 93,070 einstaka sjúklinga. Þessir sjúklingar fengu alls 1,988,157 lyfjaávísanir yfir allt tímabilið (helmingur karlar en konur voru aðeins færri, meðalaldur þýðis 43.9 [SD 26.0] ár). Mest var notkun (18.9-19.4%) innan ATC flokks N; Taugalyf og þar á eftir lyf notuð fyrir meltingarfæra- og efnaskiptasjúkdóma (ATC flokkur A ,14.8-15.6%) og lyf fyrir blóð og blóðmyndandi líffæri (B, 13.8-14.3%). Rétt tæplega 80% allra sjúklinga fengu allavega eitt lyf úr flokki taugalyfja og fyrir lyf í meltingarfæra og efnaskiptasjúkdóma hækkaði fjöldi sjúklinga sem fengu allavega einu sinni lyf í þeim flokki úr 52.8% í 65%.
  Umræður: Ekki var mikið af breytingum á notkun lyfja innan sjúkarhússins. Stærstu breytingarnar sem áttu sér stað voru í flokki blóðþynnandi lyfja, þar sem margfaldur munur var á milli ára, vegna tilkomu nýrri og betri blóðþynnandi lyfja

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Drug utilisation of outpatients is well documented and has been a research topic for pharmacoepidemiologic researchers for decades. However, little is still known about inpatient drug use and the drug use trends in the hospital. Part of the reason for why not much is known is due to limited availability of data. The Utrecht Patient Oriented Database (UPOD) contains information on all patients admitted to the Utrecht Medical Center Utrecht (UMCU) and their drug use which can be used to assess in-hospital drug use.
  Objective: To assess possible changes in patient characteristics and in-patient medication use in the UMCU over the past five years. Evaluating the hospital population and how it changes every year and looking at the drug prescribing from year to year as well as the total.
  Methods: All drugs prescribed during the years 2012-2016 were extracted from the UPOD database. Drugs and demographics were assessed as per patient per year, as a percentage of the total in that year and compared to other years.
  Results: Over the five years, 154,513 hospitalisations for 93,070 individual patients from all wards except emergency ward and intensive care ward with 1,988,157 prescriptions registered over the timeframe. Approximately half of the population was male, and a half was female.
  The most frequently prescribed drugs were in the nervous system category (ATC class N, 18.9-19.4%) and there behind alimentary drugs (ATC class A, 14.8-15.6%) and blood and blood forming organs (ATC class B, 13.8-14.3%). Just under 80% of all patients received any drugs from the nervous system category (ATC class N), and for alimentary drugs, it increased from 52.8% to 65% of the total hospital population.
  Conclusion: Overall the most prescribed drugs are not changing drastically between years and overall drug use is stable. There is, however, a drastic change for some specific ATC codes such as the older anticoagulants in favour of a rise in the utilisation of the newer class of anticoagulants.

Samþykkt: 
 • 2.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Verkefni ST.pdf158.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Snorri T - Ritgerd.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna