is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27055

Titill: 
 • Lyfjanotkun og meðferðarheldni sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm á stigi 4-5 á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm þurfa oft að taka mörg lyf með flóknum fyrirmælum, bæði vegna sjúkdómsins, fylgikvilla hans og annarra sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjanotkun og meðferðarheldni sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm á stigi 4-5.
  Aðferð: Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Að fengnu upplýstu samþykki var klínískra upplýsinga og upplýsinga um lyfjaávísanir og -notkun aflað úr sjúkraskrám og frá sjúklingum á blóðskilunardeild og göngudeild nýrnalækninga á LSH. Upplýsingar um útleyst lyf fengust úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. Meðferðarheldni var metin með huglægum (MMAS-8 spurningalisti) og hlutlægum (töflutalning og gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis) mælingum hjá sjúklingum 18 ára og eldri. Tengsl meðferðarheldni við meðferð, aldur, kyn og aðra þætti var metin með viðeigandi prófum.
  Niðurstöður: Alls samþykktu 58 sjúklingar þátttöku. Sjúklingar í blóðskilun tóku marktækt fleiri lyf, miðgildi 9 (spönn 5-14) vs 7 (1-14), fleiri töflur/hylki á dag, 19 (6-39) vs 9 (2-31), og voru með fleiri lyfjatíma á dag, 3 (2-5) vs 2 (1-4), samanborið við göngudeildarsjúklinga. Sjúklingar í blóðskilun voru marktækt fleiri í lyfjaskömmtun og með grunnvottorð nýrnabilunar. 34% þátttakenda voru með góða meðferðarheldni, 46,6% með meðal meðferðarheldni og 18,9% með lélega meðferðarheldni skv. MMAS-8. 27% þátttakenda voru meðferðarheldnir samkvæmt töflutalningu og gögnum úr lyfjagagnagrunni Embættis Landlæknis. Ekki var munur á skilunarsjúklingum og göngudeildarsjúklingum m.t.t meðferðarheldni. Samanburður úr töflutalningu og MMAS-8 sýndi að eingöngu 41,7% þeirra sem voru með góða meðferðarheldni voru einnig meðferðheldnir samkvæmt töflutalningu. Marktæk jákvæð fylgni var á milli meðferðarheldni og aldurs þátttakenda (r=0,325 og p=0,013).
  Ályktun: Sjúklingar með langvinnan nýrnasjúkdóm á Íslandi taka mikinn fjölda lyfja. Meðferðarheldni þeirra er talsvert ábótavant. Þó er hún betri samanborið við önnur lönd þar sem meðferðarheldni hefur verið rannsökuð með MMAS-8 spurningalistanum og má e.t.v þakka það mikilli notun lyfjaskömmtunarþjónustu.

 • Útdráttur er á ensku

  Objectives: Patients with advanced chronic kidney disease (CKD) often use many different medications due to their illness, its complications and comorbid diseases. The aim of this study was to assess medication utilization and adherence among patients with chronic kidney disease stage 4-5 in Iceland.
  Method: This was a cross sectional study on hemodialysis patients and patients with CKD stage 4-5 visiting the nephrology clinic at LSH. Following informed consent, clinical information and information on medication use was obtained from medical records and participants. Information on medication dispensing was obtained form the National Prescription Drug Database of the Directorate of Health in Iceland. a-Adherence was evaluated by the MMAS-8 questionnaire and by counting of tablets compared to drug dispensing information. Association between adherence and treatment, age, sex and other factors was examined using traditional statistical methods.
  Results: 58 patients participated in the study. Hemodialysis patients had higher pill burden, median 9 (range 5-14) vs 7 (1-14), took more pill/capsules, 19 (6-39) vs 9 (2-31) and more often throughout the day, 3 (2-5) vs 2 (1-4), compared to clinic patients. Hemodialysis patents used significantly more often medication dose dispensing services and had end-stage renal disease medical certificate compared with clinic patients. 34% of patients had high adherence, 46,6% had medium and 18,9% patients had low adherence according to MMAS-8. No significant difference was between dialysis and clinic patients with regard to adherence. 27% patients were adherent when assessed with pill count. Only 41,7% of patients who had high adherence by MMAS-8 were also adherent when assessed with pill count. Positive correlation appeared between age and adherence by MMAS-8 (r=0,325 and p=0,013).
  Conclusion: These findings show that, similar to other countries, patients with advanced CKD in Iceland use many medications. Adherence is rather poor but is higher in Iceland compared to some other countries that have used the MMAS-8 to study adherence, possibly due to high use of medication dose dispensing services.

Samþykkt: 
 • 2.5.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/27055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman 2017.pdf302.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lyfjanotkun%20og%20meðferðarheldni%20sjúklinga%20með%20langvinnan%20nýrnasjúkdóm%20á%20stigi%204-5%20á%20Íslandi%20-%20Sesselja%20Gróa.pdf8.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna