is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27059

Titill: 
  • Skattaleg meðferð á þjónustu seldri til erlendra aðila
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir reglur sem lúta að virðisaukaskattskyldu (og skattfrelsi) viðskipta sem varða þjónustu yfir landamæri. Þegar reglur sem varða slík viðskipti eru athugaðar er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi leiðir það af meginreglum þjóðaréttar að ríki beita sköttum til að skattleggja aðeins þá neyslu sem á sér stað innan lögsögu þeirra. Er það því eðlileg og náttúruleg afmörkun að þegar kemur að viðskiptum með vöru eða þjónustu sem eiga sér stað utan landhelgi Íslands, þá er ekki lagður á það skattur hér á landi. Hvað varðar efnisleg verðmæti þá er hægt að ná þessu markmiði á tiltölulega einfaldan hátt með tollum á innflutning og skattlagningu innanlands.
    Hitt sjónarmiðið sem þarf að hafa í huga er að þegar kemur að sölu á þjónustu og óefnislegum verðmætum yfir landamæri þá er þörf á sérstakri viðleitni til að viðhalda réttri og eðlilegri skattheimtu, þ.e. að yfirvöld skattleggi aðeins neyslu innan sinnar lögsögu. Er viðfangsefni þessarar ritgerðar að athuga einmitt þessar sérstöku reglur en frá árinu 1997 hefur þær verið að finna í 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. vskl.

Samþykkt: 
  • 3.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð 7 loka - óli pdf.pdf839.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing%20um%20meðferð%20stafræns%20eintaks%20lokaverkefnis%20-%2020099912739.pdf312.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF