is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27062

Titill: 
  • Hver hefur þróun kjaramála hjúkrunarfræðinga á Landspítala verið með tilkomu stofnanasamninga?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða framvindu kjaramála og stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Rannsóknin byggði á skoðun fyrirliggjandi gagna sem snúa að miðlægum kjarasamningum og stofnanasamningum hjúkrunarfræðinga auk þess sem óformleg viðtöl tekin við þá aðila sem komu að málum. Gerð var greining á þessum gögnum auk þess sem rýnt var í gögn sem gefin hafa verð út á Landspítala og snúa að innleiðingu framgangskerfis og síðar starfsþróunarkerfis hjúkrunarfræðinga á Landspítala.
    Þróun kjaramála hjúkrunarfræðinga á Íslandi síðastliðna áratugi hafa orðið fyrir áhrifum af þeim breytingum sem urðu um 1990 þegar nýir straumar ruddu sér til rúms innan stjórnsýslunnar. Kjarni núverandi vanda varðandi launamál og launasetningu hjúkrunarfræðinga starfandi á Landspítala á rætur sínar í því að launaröðun hjúkrunarfræðinga hafa ekki byggt sama grunni og annara sambærilegra stétta. Væntingar forsvarsmanna Fíh um að umframeftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum myndi hafa áhrif á launaþróun þeirra hefur ekki orðið að veruleika.
    Frammistöðumat og starfsþróun hjúkrunarfræðinga innan Landspítala hefur hvatt þá til að sækjast eftir launaframgangi og að eflast í starfi. Stofnanasamningar hjá stórri fagstétt eins og hjúkrunarfræðingar eru munu ekki ná tilgangi sínum fyrr en tekið er á ákveðnum atriðum fyrst. Hið opinbera þarf að setja sér skýrari stefnu varðandi launasetningu þannig að verið sé að greiða sambærileg laun vegna sambærilegra starfa þar sem horft er til menntunar, ábyrgðar og frammistöðu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27062


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver-hefur-þróun-kjaramál-hjúkrunarfræðinga-á-Landspítla-verið-með-tilkomu-stofnanasamninga.pdf488.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf299 kBLokaðurYfirlýsingPDF