is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27063

Titill: 
  • Skjáauglýsingar í kvikmyndahúsum: Áhrif skjáauglýsinga í kvikmyndahúsum á sælgætissölu
  • Titill er á ensku Preshow advertising in movie theaters: The influence of preshow ads on concession sales
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Boðleiðir til neytenda hafa aldrei verið fleiri og ýmsir miðlar keppast um athygli og markaðsfé fyrirtækja. Erfitt getur verið fyrir stjórnendur fyrirtækja að átta sig á hvaða miðlar skili mestum árangri en oft er talað um kosti þess að nota óhefðbunda miðla í bland við hefðbundna miðla. Auglýsingar í kvikmyndahúsum teljast til óhefðbundinna miðla en talsverðum fjárhæðum er eytt í slíkar auglýsingar á ári hverju. Lítið er vitað um virkni þeirra en eftirtekt hefur verið algengasti mælikvarðinn á árangur auglýsinga í kvikmyndahúsum.
    Viðfangsefni rannsóknarinnar er áhrif skjáauglýsinga í kvikmyndahúsum á sölu í sjoppum kvikmyndahúsa. Markmiðið var að kanna hvort Maltesers-skjáauglýsing myndi auka sölu á Maltesers í kvikmyndahúsi A og kvikmyndahúsi B en rannsóknin var gerð í samstarfi við ónafngreind kvikmyndahús og Sláturfélag Suðurlands. Gögnum var safnað með aðstoð rekstrarstjóra kvikmyndahúsanna sem sendi rannsakanda vikulega upplýsingar um sölutölur. Auglýsingin var bæði sýnd í kvikmyndahúsi A og kvikmyndahúsi B og rannsóknin skiptist í tvö fimm vikna tímabil. Niðurstöður sýna að skjáauglýsingar hafa ekki áhrif á sölu í sjoppum kvikmyndahúsa og því má telja að auglýsingafé sé betur varið í aðra miðla, sem er í samræmi við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið á sviðinu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.Heiða-Halldórsdóttir.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf150.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF